Íhugaði sjálfsvíg vegna skulda - lögreglan bað um upplýsingar um hana 25. febrúar 2012 14:03 Marinó G. Njálsson Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði samband við Marinó G. Njálsson, sem er í hagsmunasamtökum heimilanna, á dögunum og bað hann um upplýsingar um konu á sextugsaldri sem íhugaði að taka eigið líf í bréfi sem Marinó birtir á heimasíðu sinni. Konan segir í bréfinu sem Marinó birtir á síðu sinni að kannski sé best að hún „klári þetta sjálf frekar en að fara í biðröð á elliheimili eða líknadeild þegar þar að kemur" en íbúðarlán konunnar hafa hækkað upp úr öllu valdi frá því hún tók það árið 2005. Í bréfi sínu til Marinós segir konan meðal annars: „Auðvitað á ég yndisleg börn og barnabörn en sé bara fram á að verða baggi á þeim og ég veit nú þegar hafa þau áhyggjur af mér. Ég hef akkúrat ekki ráð á neinu. Ég hef stolt og mér finnst það bara hreinlega alveg óbærileg hugsun að geta ekki tekið þátt í lífun vegna fátæktar. Ég er nú þegar einangruð vegna féleysis og skammar yfir að vera atvinnulaus svona lengi. Nú þarf ég bara að safna kjarki til að ganga þannig frá málum að það valdi sem minnstri sorg meðal minna nánustu og að það sé borin virðing fyrir ákvörðun minni." Marinó segist ekki vita hversu margar sendingar sem þessar hann hefur fengið frá efnahagshruni og biðlar hann til fjármálafyrirtækja að sýna manngæsku, skilning og auðmýkt. „Aldrei ætla ég að voga mér að segja fjármálafyrirtækin bera ábyrgð þegar fólk tekur líf sitt, en þau eru hluti af því umhverfi sem margt örvæntingarfullt fólk er í. Ekki bara það, viðbrögð fjármálafyrirtækjanna eykur oft á örvæntingu fólks. Til allra fjármálafyrirtækja: Sýnið manngæsku, sýnið skilning, sýnið auðmýkt! Þið munið hagnast á þessu þegar fram líða stundir," skrifar Marinó á síðu sína.Heimasíða Marinós. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði samband við Marinó G. Njálsson, sem er í hagsmunasamtökum heimilanna, á dögunum og bað hann um upplýsingar um konu á sextugsaldri sem íhugaði að taka eigið líf í bréfi sem Marinó birtir á heimasíðu sinni. Konan segir í bréfinu sem Marinó birtir á síðu sinni að kannski sé best að hún „klári þetta sjálf frekar en að fara í biðröð á elliheimili eða líknadeild þegar þar að kemur" en íbúðarlán konunnar hafa hækkað upp úr öllu valdi frá því hún tók það árið 2005. Í bréfi sínu til Marinós segir konan meðal annars: „Auðvitað á ég yndisleg börn og barnabörn en sé bara fram á að verða baggi á þeim og ég veit nú þegar hafa þau áhyggjur af mér. Ég hef akkúrat ekki ráð á neinu. Ég hef stolt og mér finnst það bara hreinlega alveg óbærileg hugsun að geta ekki tekið þátt í lífun vegna fátæktar. Ég er nú þegar einangruð vegna féleysis og skammar yfir að vera atvinnulaus svona lengi. Nú þarf ég bara að safna kjarki til að ganga þannig frá málum að það valdi sem minnstri sorg meðal minna nánustu og að það sé borin virðing fyrir ákvörðun minni." Marinó segist ekki vita hversu margar sendingar sem þessar hann hefur fengið frá efnahagshruni og biðlar hann til fjármálafyrirtækja að sýna manngæsku, skilning og auðmýkt. „Aldrei ætla ég að voga mér að segja fjármálafyrirtækin bera ábyrgð þegar fólk tekur líf sitt, en þau eru hluti af því umhverfi sem margt örvæntingarfullt fólk er í. Ekki bara það, viðbrögð fjármálafyrirtækjanna eykur oft á örvæntingu fólks. Til allra fjármálafyrirtækja: Sýnið manngæsku, sýnið skilning, sýnið auðmýkt! Þið munið hagnast á þessu þegar fram líða stundir," skrifar Marinó á síðu sína.Heimasíða Marinós.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira