Hollande og Merkel greinir á um leiðir 19. október 2012 06:00 Angela Merkel og François Hollande á tali við Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins. nordicphotos/AFP Ágreiningur milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta setur svip sinn á tveggja daga leiðtogafund Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær. Eins og á undanförnum leiðtogafundum snýst ágreiningurinn um það hvaða leiðir eigi að fara til að styrkja evrusvæðið og koma í veg fyrir alvarlega skuldakreppu í framtíðinni. Merkel sagðist fyrir fundinn ekki sjá neina ástæðu til að taka stórar ákvarðanir á þessum fundi. Hún vill stefna að því að eftirlit Evrópusambandsins með fjárlagagerð aðildarríkjanna verði stóreflt, þannig að stjórnvöld í Brussel fái jafnvel neitunarvald standist fjárlög einstakra aðildarríkja ekki kröfur bandalagsins. Hollande vildi hins vegar hraða stofnun bankabandalags evruríkjanna með sameiginlegu bankaeftirliti og taldi ekkert standa í vegi fyrir því að af þessu gæti orðið fyrir árslok. „Eina ákvörðunin sem við þurfum að taka, eða staðfesta, er að koma á fót bankabandalagi fyrir árslok,“ sagði hann. „Fyrsta skrefið er bankaeftirlit.“ Merkel stóð hins vegar fast á því að mikilvægara sé að tryggja gæðin en að hraða ákvörðunum um bankaeftirlitið: „Það er mikið af afar flóknum lagalegum álitamálum, og ég er ekki að gera málið erfiðara en það er,“ sagði hún. Meðan leiðtogarnir sátu á fundum í Brussel logaði allt í mótmælum á götum Grikklands, þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru enn að reyna að koma sér saman um stórfelldan viðbótarniðurskurð á fjárlögum. Reikna má með því að brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu muni kosta önnur ríki, fyrirtæki og fjárfesta allt að 198 milljarða evra í beinu tapi vegna glataðra skuldabréfa. Þetta er mat þýsku Bertelsmann-stofnunarinnar, sem telur að þessi kostnaður yrði í sjálfu sér vel viðráðanlegur. Fari hins vegar svo að Portúgal, Spánn og Ítalía fylgi í kjölfarið yrði heildarkostnaður heimsbyggðarinnar vegna samdráttar í heimsframleiðslunni á næstu árum allt að 17.200 milljarðar evra, eða nærri 2.800.000 milljarðar króna. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Ágreiningur milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta setur svip sinn á tveggja daga leiðtogafund Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær. Eins og á undanförnum leiðtogafundum snýst ágreiningurinn um það hvaða leiðir eigi að fara til að styrkja evrusvæðið og koma í veg fyrir alvarlega skuldakreppu í framtíðinni. Merkel sagðist fyrir fundinn ekki sjá neina ástæðu til að taka stórar ákvarðanir á þessum fundi. Hún vill stefna að því að eftirlit Evrópusambandsins með fjárlagagerð aðildarríkjanna verði stóreflt, þannig að stjórnvöld í Brussel fái jafnvel neitunarvald standist fjárlög einstakra aðildarríkja ekki kröfur bandalagsins. Hollande vildi hins vegar hraða stofnun bankabandalags evruríkjanna með sameiginlegu bankaeftirliti og taldi ekkert standa í vegi fyrir því að af þessu gæti orðið fyrir árslok. „Eina ákvörðunin sem við þurfum að taka, eða staðfesta, er að koma á fót bankabandalagi fyrir árslok,“ sagði hann. „Fyrsta skrefið er bankaeftirlit.“ Merkel stóð hins vegar fast á því að mikilvægara sé að tryggja gæðin en að hraða ákvörðunum um bankaeftirlitið: „Það er mikið af afar flóknum lagalegum álitamálum, og ég er ekki að gera málið erfiðara en það er,“ sagði hún. Meðan leiðtogarnir sátu á fundum í Brussel logaði allt í mótmælum á götum Grikklands, þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru enn að reyna að koma sér saman um stórfelldan viðbótarniðurskurð á fjárlögum. Reikna má með því að brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu muni kosta önnur ríki, fyrirtæki og fjárfesta allt að 198 milljarða evra í beinu tapi vegna glataðra skuldabréfa. Þetta er mat þýsku Bertelsmann-stofnunarinnar, sem telur að þessi kostnaður yrði í sjálfu sér vel viðráðanlegur. Fari hins vegar svo að Portúgal, Spánn og Ítalía fylgi í kjölfarið yrði heildarkostnaður heimsbyggðarinnar vegna samdráttar í heimsframleiðslunni á næstu árum allt að 17.200 milljarðar evra, eða nærri 2.800.000 milljarðar króna. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira