Náðu efsta sæti á breska iTunes 31. ágúst 2012 11:00 vinsæl í Bretlandi Of Monsters and Men á hátíðinni Rock En Seine í París. Hljómsveitin virðist ætla að taka Bretlandseyjar með trompi.nordicphotos/getty Plata Of Monsters and Men, My Head is an Animal, kom út í Bretlandi á mánudaginn og náði strax efsta sætinu á sölulista iTunes þar í landi. „Við erum í efsta sæti á iTunes í Bretlandi. Kærar þakkir til allra sem keyptu plötuna í dag," skrifaði sveitin á Twitter-síðu sína. Þessi árangur er í takt við vinsældirnar í Bandaríkjunum þar sem platan náði öðru sæti á iTunes skömmu eftir að hún kom þar út og einnig sjötta sætinu á Billboard-listanum. Breskir fjölmiðlar hafa farið lofsamlegum orðum um Of Monsters and Men að undanförnu. Blaðamaður BBC segir að Bretar hafi verið lengi að meðtaka Of Monsters and Men. Eins og margir aðrir líkir hann hljómsveitinni við hina ensku Mumford and Sons og segir báðar sveitir hafa einfaldleikann og grípandi lög að leiðarljósi. „Ekkert á þessari plötu kemur á óvart en stöðugleikinn er mikill. Hérna er ekki eitt slakt lag," skrifar hann. Blaðamaður vefsíðunnar Digital Spy gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og segir að með henni sé öruggt að Of Monsters verði á tónleikaferð um heiminn næstu árin. The Guardian gefur henni fjórar af fimm og segir löngu tímabært að hljómsveitin slái í gegn í Bretlandi. The Observer gefur sveitinni reyndar aðeins tvær stjörnur og segir plötuna innantóma sem sé synd því söngvararnir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Ragnar Þórhallsson séu íslenska útgáfan af Kim Deal og Frank Black úr rokksveitinni Pixies. - fb Lífið Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Plata Of Monsters and Men, My Head is an Animal, kom út í Bretlandi á mánudaginn og náði strax efsta sætinu á sölulista iTunes þar í landi. „Við erum í efsta sæti á iTunes í Bretlandi. Kærar þakkir til allra sem keyptu plötuna í dag," skrifaði sveitin á Twitter-síðu sína. Þessi árangur er í takt við vinsældirnar í Bandaríkjunum þar sem platan náði öðru sæti á iTunes skömmu eftir að hún kom þar út og einnig sjötta sætinu á Billboard-listanum. Breskir fjölmiðlar hafa farið lofsamlegum orðum um Of Monsters and Men að undanförnu. Blaðamaður BBC segir að Bretar hafi verið lengi að meðtaka Of Monsters and Men. Eins og margir aðrir líkir hann hljómsveitinni við hina ensku Mumford and Sons og segir báðar sveitir hafa einfaldleikann og grípandi lög að leiðarljósi. „Ekkert á þessari plötu kemur á óvart en stöðugleikinn er mikill. Hérna er ekki eitt slakt lag," skrifar hann. Blaðamaður vefsíðunnar Digital Spy gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og segir að með henni sé öruggt að Of Monsters verði á tónleikaferð um heiminn næstu árin. The Guardian gefur henni fjórar af fimm og segir löngu tímabært að hljómsveitin slái í gegn í Bretlandi. The Observer gefur sveitinni reyndar aðeins tvær stjörnur og segir plötuna innantóma sem sé synd því söngvararnir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Ragnar Þórhallsson séu íslenska útgáfan af Kim Deal og Frank Black úr rokksveitinni Pixies. - fb
Lífið Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira