Lífið

Fáránlega heitt og stundum erfitt

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir sem er búsett í Los Angeles ásamt meðlimum hljómsveitarinnar Steed Lord frumsýndi nýtt tónlistarmyndband sveitarinnar í gær við lagið þeirra Hear Me Now sem sjá má ef ýtt er á linkinn hér að ofan.

„Myndbandið var skotið hérna í Los Angeles á mismunandi stöðum og eins og vanalega þá leikstýrðum við því, skutum og klipptum það og ég sá um allt styling og art direction. Það var svakalega gaman að gera þetta myndband en samt fáránlega heitt og stundum erfitt að vinna í þessum mikla hita en einhvern veginn hafðist það. Ég og Mandy Artusato sáum um hár og förðun og einsog kannski sést þá notaði ég nokkrar hárkollur í þessu myndbandi," segir Svala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.