Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 17. september 2025 20:01 Kynlíf breytist með aldrinum og getur orðið flóknara að viðhalda neistanum. Getty Spurning barst frá 55 ára konu: „Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Ég er að taka breytingaskeiðsþrennuna þ.e. Estrogel, testogel og utrogestan. En það er voða lítið að gerast hvað kynlífið varðar en mér var sagt af lækni að testogelið myndi boosta upp kynlöngunina hjá mér. En það hefur enn ekki gerst.“ Mín kæra þú ert ekki ein! Ég fæ spurningar um breytingaskeiðið frá mörgum sem eru að ganga í gegnum þetta skeið en einnig frá mökum þeirra. Oftast eru þessar spurningar um það hvernig hægt sé að auka kynlöngun eða unað í kynlífi. Leggangaþurrkur, skapsveiflur, svefnvandi, hitakóf, heilaþoka, kvíði, þunglyndi, gleymska, minni kynlöngun og erfiðleikar með að viðhalda athygli. Það er kannski ekki skrítið að þetta skeið hafi alls konar áhrif á okkur. Þetta tímabil er mislangt og hefur mismikil áhrif á daglegt líf. Sumar konur finna lítið fyrir þessum einkennum á meðan aðrar finna mikið fyrir þeim og upplifa töluverða vanlíðan. Umræðan um breytingaskeið kvenna hefur aukist síðustu ár sem og úrræðum sem eru í boði fyrir konur og leghafa. Best er auðvitað að ræða við sinn lækni til að kanna hvaða leiðir gætu hentað. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Kynlíf og breytingaskeiðið Varðandi kynlífið þá er því miður engin töfralausn. Sumar konur finna fyrir aukinni kynlöngun þegar þær fara á hormónauppbótarmeðferð á meðan aðrar halda áfram að finna fyrir lítilli kynlöngun. Oft er erfitt að átta sig á því hvað það er sem er að hafa áhrif á kynlöngun. Allt ofantalið eru þættir sem geta dregið úr kynlöngun. Auk þess sem leggangaþurrkur getur leitt til óþæginda eða sársauka við samfarir. Því er gott að eiga sleipiefni og gefa líkamanum lengri tíma til að örvast. Minni kynlöngun má einnig rekja til viðhorfsbreytinga sem koma fram á þessum aldri. Kynlíf er ekki bara samfarir.Getty Konur á þessu æviskeiði leyfa sér oft að taka meira pláss, gera meira af því sem þær vilja gera og þá í leiðinni taka þær oft skref til baka frá því að hugsa eins mikið um þarfir allra annarra. Sem er auðvitað frábær þróun en getur leitt til þess að viljinn til að hafa fyrir að kveikja á kynlöngun getur minnkað líka. Fyrir þær sem eru skynsegin, þ.e. með ADHD eða einhverfu, getur breytingaskeiðið ýtt enn frekar undir skynúrvinnsluvanda og erfiðara getur verið að þola áreiti sem trufla. Skyndilega er of blautur koss eða ljósaperan í lampanum nóg til að þú dettir úr stuði. En einnig geta einkenni ADHD/einhverfu orðið meira áberandi eða erfiðara getur reynst að ná utan um daglegt líf. En hvað þá? Hvernig kveikjum við á kynlöngun á breytingaskeiðinu? Hér koma góðu fréttirnar! Nú er tækifæri til að taka kynlífið í gegn. Það er aldrei of seint að byrja að stunda það kynlíf sem þig langar til að stunda. Kynlíf er ekki bara samfarir og þín fullnæging skiptir máli, ef þú vilt að kynlíf leiði til fullnægingar. Ef þú hefur verið að gera þér upp fullnægingu þá er þetta tíminn til að hætta því. Sjálfsfróun er frábær leið til að prófa sig áfram.. og já, það má fróa sér þó þú sért í langtímasambandi. Sumar konur gætu þurft meiri örvun eða lengri tíma til að fá fullnægingu. Nú er gott að komast að því hvað kveikir í kynlöngun þinni. Er það kynlíf sem þið stundið í dag gott? Eða myndir þú vilja gera breytingar? Og hvað finnst þér gott eftir kynlíf? Leyfðu líkamanum að vakna hægt og rólega Frekar en að búast við því að kynlöngun kvikni út frá hormónauppbótarmeðferð er gott að læra inn á þínar kveikjur. Kveikjur eru allt það sem ýtir undir kynlöngun. Að finna kveikjur og að ýta undir kynlöngun er eitthvað sem þú gerir fyrir þig! Ferðalagið þangað felst í mörgum litlum skrefum frekar en einu stóru. Byrjaðu á því að setja fókus á unað í daglegu lífi. Taktu eftir því hvað ýtir undir greddu og leyfðu þér hægt og rólega að kynnast því sem kveikir á þinni kynlöngun. Í dag er aukið aðgengi að hljóðbókum og erótískum sögum sem eru hannaðar með konur í huga. Einnig eru hvíld og hreyfing oft lykilþættir í því að líða betur og styðja þannig við kynlöngun. Leyfið ykkur að liggja hlið við hlið og frekar en að ákveða að þið ætlið að stunda kynlíf. Sjáðu til hvort líkaminn og kynlöngunin vakni hægt og rólega. Með því að draga úr pressu og taka allar þessar væntingar í burtu er hægt að setja fókus á unað og snertingu. Það má gefa sér leyfi til að taka lengri tíma og njóta frekar en að fylgja fyrirfram ákveðnu handriti. Kynlöngun er ólík á ólíkum tímabilum og það er líka allt í lagi að sum tímabil einkennist af minni kynlöngun. Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Sjá meira
Mín kæra þú ert ekki ein! Ég fæ spurningar um breytingaskeiðið frá mörgum sem eru að ganga í gegnum þetta skeið en einnig frá mökum þeirra. Oftast eru þessar spurningar um það hvernig hægt sé að auka kynlöngun eða unað í kynlífi. Leggangaþurrkur, skapsveiflur, svefnvandi, hitakóf, heilaþoka, kvíði, þunglyndi, gleymska, minni kynlöngun og erfiðleikar með að viðhalda athygli. Það er kannski ekki skrítið að þetta skeið hafi alls konar áhrif á okkur. Þetta tímabil er mislangt og hefur mismikil áhrif á daglegt líf. Sumar konur finna lítið fyrir þessum einkennum á meðan aðrar finna mikið fyrir þeim og upplifa töluverða vanlíðan. Umræðan um breytingaskeið kvenna hefur aukist síðustu ár sem og úrræðum sem eru í boði fyrir konur og leghafa. Best er auðvitað að ræða við sinn lækni til að kanna hvaða leiðir gætu hentað. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Kynlíf og breytingaskeiðið Varðandi kynlífið þá er því miður engin töfralausn. Sumar konur finna fyrir aukinni kynlöngun þegar þær fara á hormónauppbótarmeðferð á meðan aðrar halda áfram að finna fyrir lítilli kynlöngun. Oft er erfitt að átta sig á því hvað það er sem er að hafa áhrif á kynlöngun. Allt ofantalið eru þættir sem geta dregið úr kynlöngun. Auk þess sem leggangaþurrkur getur leitt til óþæginda eða sársauka við samfarir. Því er gott að eiga sleipiefni og gefa líkamanum lengri tíma til að örvast. Minni kynlöngun má einnig rekja til viðhorfsbreytinga sem koma fram á þessum aldri. Kynlíf er ekki bara samfarir.Getty Konur á þessu æviskeiði leyfa sér oft að taka meira pláss, gera meira af því sem þær vilja gera og þá í leiðinni taka þær oft skref til baka frá því að hugsa eins mikið um þarfir allra annarra. Sem er auðvitað frábær þróun en getur leitt til þess að viljinn til að hafa fyrir að kveikja á kynlöngun getur minnkað líka. Fyrir þær sem eru skynsegin, þ.e. með ADHD eða einhverfu, getur breytingaskeiðið ýtt enn frekar undir skynúrvinnsluvanda og erfiðara getur verið að þola áreiti sem trufla. Skyndilega er of blautur koss eða ljósaperan í lampanum nóg til að þú dettir úr stuði. En einnig geta einkenni ADHD/einhverfu orðið meira áberandi eða erfiðara getur reynst að ná utan um daglegt líf. En hvað þá? Hvernig kveikjum við á kynlöngun á breytingaskeiðinu? Hér koma góðu fréttirnar! Nú er tækifæri til að taka kynlífið í gegn. Það er aldrei of seint að byrja að stunda það kynlíf sem þig langar til að stunda. Kynlíf er ekki bara samfarir og þín fullnæging skiptir máli, ef þú vilt að kynlíf leiði til fullnægingar. Ef þú hefur verið að gera þér upp fullnægingu þá er þetta tíminn til að hætta því. Sjálfsfróun er frábær leið til að prófa sig áfram.. og já, það má fróa sér þó þú sért í langtímasambandi. Sumar konur gætu þurft meiri örvun eða lengri tíma til að fá fullnægingu. Nú er gott að komast að því hvað kveikir í kynlöngun þinni. Er það kynlíf sem þið stundið í dag gott? Eða myndir þú vilja gera breytingar? Og hvað finnst þér gott eftir kynlíf? Leyfðu líkamanum að vakna hægt og rólega Frekar en að búast við því að kynlöngun kvikni út frá hormónauppbótarmeðferð er gott að læra inn á þínar kveikjur. Kveikjur eru allt það sem ýtir undir kynlöngun. Að finna kveikjur og að ýta undir kynlöngun er eitthvað sem þú gerir fyrir þig! Ferðalagið þangað felst í mörgum litlum skrefum frekar en einu stóru. Byrjaðu á því að setja fókus á unað í daglegu lífi. Taktu eftir því hvað ýtir undir greddu og leyfðu þér hægt og rólega að kynnast því sem kveikir á þinni kynlöngun. Í dag er aukið aðgengi að hljóðbókum og erótískum sögum sem eru hannaðar með konur í huga. Einnig eru hvíld og hreyfing oft lykilþættir í því að líða betur og styðja þannig við kynlöngun. Leyfið ykkur að liggja hlið við hlið og frekar en að ákveða að þið ætlið að stunda kynlíf. Sjáðu til hvort líkaminn og kynlöngunin vakni hægt og rólega. Með því að draga úr pressu og taka allar þessar væntingar í burtu er hægt að setja fókus á unað og snertingu. Það má gefa sér leyfi til að taka lengri tíma og njóta frekar en að fylgja fyrirfram ákveðnu handriti. Kynlöngun er ólík á ólíkum tímabilum og það er líka allt í lagi að sum tímabil einkennist af minni kynlöngun. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Sjá meira