Lýtalæknirinn mögulega skaðabótaskyldur 7. janúar 2012 20:00 Ábyrgð lýtalæknisins er mun meiri þar sem hann flutti púðana inn sjálfur, að mati talsmanns neytenda. Hann telur að konur sem fengu grædda í sig PIP púða hér á landi geti átt rétt á skaðabótum. Þrjátíu íslenskar konur með gallaða sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Konurnar krefjast þess að fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Læknirinn gerði ekki aðeins aðgerðir á konunum heldur flutti púðana líka inn. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir það auka á ábyrgð hans. Um tvenns konar ábyrgð gagnvart konunum sé að ræða, annars vega sérfræðingaábyrgð og hins vegar hlutlæga ábyrgð. „Hún er aðeins háð því að vara teljist hafa verið gölluð. Til dæmis ekki eins örugg eins og vænta mátti, sem ég tel nú líklegt að eigi við í þessu tilviki. Hún hvílir á framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum vörum," segir Gísli. Þær konur sem hafi orðið fyrir fjárhagslegu eða tilfinninglegu tjóni geti því átt rétt á skaðabótum. „Síðan þarf að sýna fram á orsakatengsl og tjón. Tjónið er væntanlega margþætt, það er annars vegar fjárhagslegt tjón vegna vinnutaps og kostnaðar við aðgerð ef að hið opinbera dekkar það ekki. Síðan er það hugsanlega miskatjón," segir Gísli. Jens segir það sjálfur í höndum lögfræðinga að meta ábyrgð sína. Guðbjartur Hannesson velferðaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að til greina komi að ríkið tryggi lækniskoðun allra þeirra kvenna sem eru með sílikonpúða frá PIP og aðgerðir fyrir þær sem þurfa að láta fjarlægja púða sem leka. Ljóst er að kostnaður af slíku er nokkur. Guðbjartur segir verið að fara yfir það hvort að umræddur læknir verði látinn taka þátt í kostnaði. „Það er alveg ljóst að það eru ótrúlega margar spurningar sem hafa vaknað í kringum þetta mál. Þetta er unnið meira og minna á einkastofu. Þarna er sami innflytjandi og söluaðili á hlutunum sem notaðir eru og gerir aðgerðirnar. Það eru mjög mörg álitamál," segir Guðbjartur. Tengdar fréttir Ónýtu sílíkonpúðarnir mesta áfall ferilsins Lýtalæknirinn, sem flutti inn PIP sílikon púðana hingað til lands, segir málið mesta áfall sem hann hafi lent í á ævinni fyrir utan veikindi konu sinnar. Hvarflað hafi að honum að hætta störfum. Myndir sem fylgja þessari frétt eru ekki fyrir viðkvæma. Um fjögur hundruð íslenskar konur eru með sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP. Jens Kjartansson, lýtalæknir, framkvæmdi aðgerðir á nær öllum þessum fjögur hundruð konunum á árunum 2000 til 2010 á skurðstofu í Domus medica. Hann flutti einnig sjálfur sílikonpúðana inn til landsins og í örfáum tilvikum lánaði hann PIP sílikonpúða til félaga sinna á skurðstofunni. 7. janúar 2012 19:30 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
Ábyrgð lýtalæknisins er mun meiri þar sem hann flutti púðana inn sjálfur, að mati talsmanns neytenda. Hann telur að konur sem fengu grædda í sig PIP púða hér á landi geti átt rétt á skaðabótum. Þrjátíu íslenskar konur með gallaða sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Konurnar krefjast þess að fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Læknirinn gerði ekki aðeins aðgerðir á konunum heldur flutti púðana líka inn. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir það auka á ábyrgð hans. Um tvenns konar ábyrgð gagnvart konunum sé að ræða, annars vega sérfræðingaábyrgð og hins vegar hlutlæga ábyrgð. „Hún er aðeins háð því að vara teljist hafa verið gölluð. Til dæmis ekki eins örugg eins og vænta mátti, sem ég tel nú líklegt að eigi við í þessu tilviki. Hún hvílir á framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum vörum," segir Gísli. Þær konur sem hafi orðið fyrir fjárhagslegu eða tilfinninglegu tjóni geti því átt rétt á skaðabótum. „Síðan þarf að sýna fram á orsakatengsl og tjón. Tjónið er væntanlega margþætt, það er annars vegar fjárhagslegt tjón vegna vinnutaps og kostnaðar við aðgerð ef að hið opinbera dekkar það ekki. Síðan er það hugsanlega miskatjón," segir Gísli. Jens segir það sjálfur í höndum lögfræðinga að meta ábyrgð sína. Guðbjartur Hannesson velferðaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að til greina komi að ríkið tryggi lækniskoðun allra þeirra kvenna sem eru með sílikonpúða frá PIP og aðgerðir fyrir þær sem þurfa að láta fjarlægja púða sem leka. Ljóst er að kostnaður af slíku er nokkur. Guðbjartur segir verið að fara yfir það hvort að umræddur læknir verði látinn taka þátt í kostnaði. „Það er alveg ljóst að það eru ótrúlega margar spurningar sem hafa vaknað í kringum þetta mál. Þetta er unnið meira og minna á einkastofu. Þarna er sami innflytjandi og söluaðili á hlutunum sem notaðir eru og gerir aðgerðirnar. Það eru mjög mörg álitamál," segir Guðbjartur.
Tengdar fréttir Ónýtu sílíkonpúðarnir mesta áfall ferilsins Lýtalæknirinn, sem flutti inn PIP sílikon púðana hingað til lands, segir málið mesta áfall sem hann hafi lent í á ævinni fyrir utan veikindi konu sinnar. Hvarflað hafi að honum að hætta störfum. Myndir sem fylgja þessari frétt eru ekki fyrir viðkvæma. Um fjögur hundruð íslenskar konur eru með sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP. Jens Kjartansson, lýtalæknir, framkvæmdi aðgerðir á nær öllum þessum fjögur hundruð konunum á árunum 2000 til 2010 á skurðstofu í Domus medica. Hann flutti einnig sjálfur sílikonpúðana inn til landsins og í örfáum tilvikum lánaði hann PIP sílikonpúða til félaga sinna á skurðstofunni. 7. janúar 2012 19:30 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
Ónýtu sílíkonpúðarnir mesta áfall ferilsins Lýtalæknirinn, sem flutti inn PIP sílikon púðana hingað til lands, segir málið mesta áfall sem hann hafi lent í á ævinni fyrir utan veikindi konu sinnar. Hvarflað hafi að honum að hætta störfum. Myndir sem fylgja þessari frétt eru ekki fyrir viðkvæma. Um fjögur hundruð íslenskar konur eru með sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP. Jens Kjartansson, lýtalæknir, framkvæmdi aðgerðir á nær öllum þessum fjögur hundruð konunum á árunum 2000 til 2010 á skurðstofu í Domus medica. Hann flutti einnig sjálfur sílikonpúðana inn til landsins og í örfáum tilvikum lánaði hann PIP sílikonpúða til félaga sinna á skurðstofunni. 7. janúar 2012 19:30