Innlent

Innbrot og nágrannaerjur á borði lögreglu

Brotist var inn í íbúðarhús í Hafnarfirði í nótt. Innbrotsþjófurinn spennti upp opnanlegt lausafag í glugga og voru stormjárn brotin. Hann fór svo inn í herbergi og stal þaðan fartölvu og hleðslutæki.

Þá enduðu nágrannaerjur íbúa við Hrísateig á borði lögreglunnar. Þannig fékk lögreglan tilkynningu um að búið væri að stinga göt á hjólbaðar bifreiðar. Málið er til rannsóknar.

Lögreglan hafði eftirlit með veitingastöðum í miðborginni í nótt en alls var farið inn á 13 veitingastaði í því skyni. Í flestum tilvikum voru málefni staðanna í lagi en nokkuð er um að dyraverðir séu ekki með réttindi. Á tveimur skemmtistöðum var verið að selja áfengi eftir lokum og í tveimur tilvikum voru fleiri gestir inni á staðnum en leyfi er fyrir. Talað var við umsjónarmenn veitingastaðanna og þeim gert að bæta úr þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×