Innlent

Vill ákvæði um að svipta fyrirtæki veiðileyfi

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í viðtali í Silfri Egils í hádeginu í dag að ef það kæmi í ljós að Samherji hefði brotið gjaldeyrislög, og þannig gengið gegn almannahagsmunum, ætti að svipta félagið veiðileyfi.

Seðlabanki Íslands í samstarfi við sérstakan saksóknara gerðu húsleitir í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri fyrr í vikunni. Ástæðan fyrir húsleitinni var sögð vera grunur um að fyrirtækið hefði brotið gegn gjaldeyrisslögum, sem forstjóri Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, hafnar alfarið.

Ögmundur sagði í viðtali í Silfri Egils að ásakanir á hendur Samherja gæfu tilefni til að setja ákvæði um sviptingu veiðileyfa inn í kvótafrumvarpið sem var einnig til umræðu í þættinum. Þannig sagðist Ögmundur ánægður með að menn væru að komast að samkomulagi þar sem sett yrðu bönd á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×