Innlent

Leikskólakennarar stefna Reykjavíkurborg

Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara.
Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara.
Félag leikskólakennara mun nú í byrjun mánaðar höfða mál á hendur Reykjavíkurborg vegna niðurfellingar neysluhlés kennarana. Getum ekki sætt okkur við þetta segir formaður félagsins.

Það hefur lengi legið ljóst fyrir að ef Reykjavíkurborg felldi niður þessar yfirvinnugreiðslur myndi félag leikskólakennara höfða mál á hendur borginni. Greiðslur þessar hafa verið greiddar leikskólakennurum fyrir að sleppa því að taka sér matarhlé og borða þess í stað með börnunum.

Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir neysluhléið skila leikskólakennurum um 15-20 þúsundum á mánuði eftir skatta en dregið verður úr greiðslunum í þrepum. Í fyrsta þrepinu lækka laun kennarana um um það bil tíu þúsund krónur fyrir skatt.

Haraldur segir leikskólakennara í Reykjavík muna um þessar greiðslu og að þeir geti ekki sætt sig við það að missa þær en aðrir starfsmenn leikskólanna í Reykjavík haldi sínum. Félagið hefur átt í viðræðum við borgina vegna málsins en hefur ekki haft erindi sem erfiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×