Talsmaður stækkunarstjóra: Viðræður ganga vel vegna góðs undirbúnings Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. apríl 2012 21:30 Ísland hefur nú lokað 10 köflum af þrjátíu og þremur í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Á sumum sviðum ganga viðræðurnar afar hratt fyrir sig og undirstrikar það gæði undirbúnings þeirra. Þetta er mat talsmanns stækkunarstjóra ESB. Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins þokast áfram en á ríkjaráðstefnu í Brussel á föstudag voru fjórir samningskaflar opnaðir og tveimur þeirra lokað strax.Bara 40 mínútna fundur Ríkjaráðstefnan á föstudag var í raun bara 40 mínútna fundur. Kafla um utanríkis-, öryggis- og varnarmál og kafla um neytenda- og heilsuvernd var lokað strax og kaflar um samkeppnismál og orkumál opnaðir. „Niðurstaðan er sú að af 33 efnisköflum og efnissviðum sem við erum að fjalla um í þessu samningaferli að þá eru við búin að opna 15 og við erum búin að loka 10 af þessum 15 köflum þannig að þetta er í sjálfu sér ágætur árangur," segir Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Peter Stano talsmaður Štefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, segir að framkvæmdastjórnin sé afar ánægð með þann árangur sem náðst hafi í viðræðunum.Hraðinn ekki aðalatriði, heldur gæði ferlisins „Þetta hefur áður komið fram hjá framkvæmdastjórninni og einnig hjá Füle stækkunarstjóra að það verði hægt að opna nær alla kaflana í ár. Það er mjög góður hraði en framkvæmdastjórnin segir samt að tímamörkin og hraðinn séu ekki aðalatriðin, við lítum frekar á gæði ferlisins. En sú staðreynd að það er hægt að opna kafla og loka þeim nær samstundis segir mikið um stöðu undirbúnings og gæði viðræðanna því það eru engin vandkvæði. Auðvitað eru fleiri kaflar framundan og þeir kalla á meiri tíma en heildarárangur Íslands í aðildarviðræðunum er afar góður," segir Peter Stano. Fréttastofan var í Brussel í boði European Journalism Centre, sem eru frjáls félagasamtök sem staðsett eru í Maastricht. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Ísland hefur nú lokað 10 köflum af þrjátíu og þremur í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Á sumum sviðum ganga viðræðurnar afar hratt fyrir sig og undirstrikar það gæði undirbúnings þeirra. Þetta er mat talsmanns stækkunarstjóra ESB. Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins þokast áfram en á ríkjaráðstefnu í Brussel á föstudag voru fjórir samningskaflar opnaðir og tveimur þeirra lokað strax.Bara 40 mínútna fundur Ríkjaráðstefnan á föstudag var í raun bara 40 mínútna fundur. Kafla um utanríkis-, öryggis- og varnarmál og kafla um neytenda- og heilsuvernd var lokað strax og kaflar um samkeppnismál og orkumál opnaðir. „Niðurstaðan er sú að af 33 efnisköflum og efnissviðum sem við erum að fjalla um í þessu samningaferli að þá eru við búin að opna 15 og við erum búin að loka 10 af þessum 15 köflum þannig að þetta er í sjálfu sér ágætur árangur," segir Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Peter Stano talsmaður Štefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, segir að framkvæmdastjórnin sé afar ánægð með þann árangur sem náðst hafi í viðræðunum.Hraðinn ekki aðalatriði, heldur gæði ferlisins „Þetta hefur áður komið fram hjá framkvæmdastjórninni og einnig hjá Füle stækkunarstjóra að það verði hægt að opna nær alla kaflana í ár. Það er mjög góður hraði en framkvæmdastjórnin segir samt að tímamörkin og hraðinn séu ekki aðalatriðin, við lítum frekar á gæði ferlisins. En sú staðreynd að það er hægt að opna kafla og loka þeim nær samstundis segir mikið um stöðu undirbúnings og gæði viðræðanna því það eru engin vandkvæði. Auðvitað eru fleiri kaflar framundan og þeir kalla á meiri tíma en heildarárangur Íslands í aðildarviðræðunum er afar góður," segir Peter Stano. Fréttastofan var í Brussel í boði European Journalism Centre, sem eru frjáls félagasamtök sem staðsett eru í Maastricht. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira