Fréttaskýring: Fjalla þarf um fjármálaáfall í þjóðaröryggisstefnu 17. janúar 2012 10:00 Þó að Ísland þurfi ekki að hafa áhyggjur af hernaðarógnum er að mörgu að hyggja við gerð þjóðaröryggisstefnu. Fréttablaðið/vilhelm Vinna við mótun fyrstu þjóðaröryggisstefnu sem unnin hefur verið hér á landi er nú hálfnuð miðað við skipunartíma þingmannanefndar. Sérfræðingar segja að í stefnunni verði að fjalla um fjölbreyttar ógnir. Hvað þurfa þingmenn að hafa í huga þegar þeir móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland? Nefnd tíu þingmanna sem hafa það verkefni að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland hefur nú notað helming þess tíma sem henni var úthlutað til að ljúka verkinu, en hún á að skila niðurstöðu í júní. Nefndin stendur frammi fyrir ýmsum erfiðleikum, enda Ísland ekki þurft að móta sér sína eigin þjóðaröryggisstefnu fram til þessa, þar sem varnir landsins hafa verið á hendi Bandaríkjanna. Ísland er ekki eina ríkið sem vinnur að slíkri stefnu. Flest önnur ríki eru ýmist að vinna í nýrri stefnu eða að uppfæra eldri þjóðaröryggisstefnu, sagði Alyson Bailes, aðjúnkt við Háskóla Íslands, á ráðstefnu um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland í gær. Bailes sagði afar mikilvægt að vanda til verka, enda þurfi ríki að sína stöðuglyndi þegar komi að öryggi ríkisins. Öryggisstefna sem breytist þegar ný ríkisstjórn tekur við eða ráðherrar skipta um stóla sé lítils virði. Vegna þessa er mikilvægt að finna stefnunni grunn sem allir stjórnmálaflokkar geti sætt sig við. Þátttakendur á ráðstefnunni, sem haldin var af NEXUS, rannsóknarvettvangi á sviði öryggis- og varnarmála, höfðu ólíkar skoðanir á því hvaða atriði þingmenn þurfi helst að hafa í huga við mótun þjóðaröryggisstefnunnar. Allir voru þó sammála um að ógn af hernaðarátökum væri í besta falli fjarlæg og ólíkleg í þessum heimshluta. Þó að taka þurfi á nýjum hættum á borð við hryðjuverk, skipulagða glæpastarfsemi og tölvuárásir í þjóðaröryggisstefnunni eru aðrar ógnir nærtækari, sagði Bailes. Nýja stefnan þarf að taka tillit til hættu af völdum náttúruhamfara, stórslysa og smitsjúkdóma, sem eru líklegri til að hafa áhrif hér. „Ef ég væri að skrifa þjóðaröryggisstefnu á Íslandi í dag yrði það fyrsta sem ég skoðaði líklega ógnin af öðru fjármálaáfalli," sagði Bailes. Hún sagði nær óhugsandi að fjalla ekki um hættuna af slíku áfalli í nýrri þjóðaröryggisstefnu Íslands. Tölvuárásir eru ógn sem verður að taka alvarlega, sagði Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte. Hann sagði lítið hald í að skýla sér bak við það að enginn vilji ráðast á litla Ísland. Dæmin sýni að netárásir séu gerðar af litlu tilefni, enda geti hver sem er staðið í slíkum árásum fyrir lítið fé með einfaldri netleit. Ólíklegt er að alvarlegustu ógnirnar sem Ísland stendur frammi fyrir verði að veruleika, en þar sem afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar þarf að búa sig undir þær, sagði Böðvar Tómasson, sérfræðingur í öryggismálum hjá verkfræðistofunni EFLA. Hann nefndi í því samhengi tölvuárásir og allt sem ógnað gæti matvælaöryggi landsins. Hlýnun jarðar af mannavöldum er eitt af því sem verður að fjalla ýtarlega um í þjóðaröryggisstefnunni, sagði Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún sagði þessa ógn öðruvísi en flestar sem Ísland standi frammi fyrir, ekki síst vegna þess hversu óáþreifanleg hún sé og hversu erfitt sé að bregðast við henni. Þingmennirnir tíu sem móta nú þjóðaröryggisstefnu þurfa að hafa öll þessi atriði og fleiri í huga við mótun stefnunnar. Á endanum er það Alþingi sem þarf að taka afstöðu til málsins og móta fyrstu þjóðaröryggisstefnu landsins. brjann@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Vinna við mótun fyrstu þjóðaröryggisstefnu sem unnin hefur verið hér á landi er nú hálfnuð miðað við skipunartíma þingmannanefndar. Sérfræðingar segja að í stefnunni verði að fjalla um fjölbreyttar ógnir. Hvað þurfa þingmenn að hafa í huga þegar þeir móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland? Nefnd tíu þingmanna sem hafa það verkefni að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland hefur nú notað helming þess tíma sem henni var úthlutað til að ljúka verkinu, en hún á að skila niðurstöðu í júní. Nefndin stendur frammi fyrir ýmsum erfiðleikum, enda Ísland ekki þurft að móta sér sína eigin þjóðaröryggisstefnu fram til þessa, þar sem varnir landsins hafa verið á hendi Bandaríkjanna. Ísland er ekki eina ríkið sem vinnur að slíkri stefnu. Flest önnur ríki eru ýmist að vinna í nýrri stefnu eða að uppfæra eldri þjóðaröryggisstefnu, sagði Alyson Bailes, aðjúnkt við Háskóla Íslands, á ráðstefnu um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland í gær. Bailes sagði afar mikilvægt að vanda til verka, enda þurfi ríki að sína stöðuglyndi þegar komi að öryggi ríkisins. Öryggisstefna sem breytist þegar ný ríkisstjórn tekur við eða ráðherrar skipta um stóla sé lítils virði. Vegna þessa er mikilvægt að finna stefnunni grunn sem allir stjórnmálaflokkar geti sætt sig við. Þátttakendur á ráðstefnunni, sem haldin var af NEXUS, rannsóknarvettvangi á sviði öryggis- og varnarmála, höfðu ólíkar skoðanir á því hvaða atriði þingmenn þurfi helst að hafa í huga við mótun þjóðaröryggisstefnunnar. Allir voru þó sammála um að ógn af hernaðarátökum væri í besta falli fjarlæg og ólíkleg í þessum heimshluta. Þó að taka þurfi á nýjum hættum á borð við hryðjuverk, skipulagða glæpastarfsemi og tölvuárásir í þjóðaröryggisstefnunni eru aðrar ógnir nærtækari, sagði Bailes. Nýja stefnan þarf að taka tillit til hættu af völdum náttúruhamfara, stórslysa og smitsjúkdóma, sem eru líklegri til að hafa áhrif hér. „Ef ég væri að skrifa þjóðaröryggisstefnu á Íslandi í dag yrði það fyrsta sem ég skoðaði líklega ógnin af öðru fjármálaáfalli," sagði Bailes. Hún sagði nær óhugsandi að fjalla ekki um hættuna af slíku áfalli í nýrri þjóðaröryggisstefnu Íslands. Tölvuárásir eru ógn sem verður að taka alvarlega, sagði Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte. Hann sagði lítið hald í að skýla sér bak við það að enginn vilji ráðast á litla Ísland. Dæmin sýni að netárásir séu gerðar af litlu tilefni, enda geti hver sem er staðið í slíkum árásum fyrir lítið fé með einfaldri netleit. Ólíklegt er að alvarlegustu ógnirnar sem Ísland stendur frammi fyrir verði að veruleika, en þar sem afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar þarf að búa sig undir þær, sagði Böðvar Tómasson, sérfræðingur í öryggismálum hjá verkfræðistofunni EFLA. Hann nefndi í því samhengi tölvuárásir og allt sem ógnað gæti matvælaöryggi landsins. Hlýnun jarðar af mannavöldum er eitt af því sem verður að fjalla ýtarlega um í þjóðaröryggisstefnunni, sagði Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún sagði þessa ógn öðruvísi en flestar sem Ísland standi frammi fyrir, ekki síst vegna þess hversu óáþreifanleg hún sé og hversu erfitt sé að bregðast við henni. Þingmennirnir tíu sem móta nú þjóðaröryggisstefnu þurfa að hafa öll þessi atriði og fleiri í huga við mótun stefnunnar. Á endanum er það Alþingi sem þarf að taka afstöðu til málsins og móta fyrstu þjóðaröryggisstefnu landsins. brjann@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira