Innlent

Fjöldamorðinginn í Oakland hataði konur

One Goh
One Goh mynd/AP
Talið er að fjöldamorðinginn One Goh hafi leitað stjórnanda hjúkrunarfræðisviðs Oikos-háskólans í Oakland þegar hann myrti sjö manns á miðvikudaginn. Goh var dreginn fyrir dómstóla í dag og voru ákæruatriðin á hendur honum kynnt.

Goh er sakaður um að myrt sjö manns í skotárásinni. Þá er hann einnig sakaður um tilraun til manndráps. Verði Goh fundinn sekur á hann dauðarefsingu yfir höfði sér.

Goh er 43 ára gamall. Hann var nemandi á hjúkrunarfræðisviði Oikos-háskólans en hrökklaðist úr námi. Talið er að Goh hafi viljað fá skólagjöld sín endurgreidd.

Samkvæmt AP fréttastofunni sýndi Goh lítil svipbrigði þegar ákæruatriðin voru lesin upp.

Á vef fréttablaðsins Telegraph kemur fram að Goh hafi kvartað undan framkomu samnemenda sinna við sig. Hann er sagður vera taugaveiklaður og að hann hafi ávallt kosið einveru fram yfir félagsleg samskipti.

Þá segir kennari í Oikos að Goh hafi átt erfitt með að vera í kringum konur. Sex af þeim sjö sem létust í skotárásinni voru konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×