Hakka í 24 annasama tíma 26. október 2012 11:00 Skipuleggjendurnir Karl Tryggvason, Andie Nordgren og Johan Uhle standa að baki Music Hack Day á Íslandi. Fréttablaðið/Anton Nýsköpunarviðburðurinn Music Hack day tengir saman tónlist og tækni. Hann er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi um helgina. "Við erum ekki að tala um hakk í þeim skilningi að við séum að hakka okkur inn í eitthvað, heldur að fólk sé að hakka saman eitthvað nýtt. Við erum ekki að brjóta nein lög, nema þá kannski tónlistar-lögin sjálf, þau verða eflaust brotin töluvert upp," segir Karl Tryggvason kíminn. Karl er einn þeirra sem fara fyrir Music Hack-deginum í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Music Hack-dagurinn er alþjóðlegur nýsköpunarviðburður tengdur tónlist og tækni. Hann er nú haldinn á Íslandi í fyrsta skipti, en sams konar viðburðir hafa verið haldnir um allan heim frá árinu 2009. "Þetta er svo ungt allt saman og dagurinn enn að mótast. Þessi viðburður gengur í stuttu máli út á að leiða saman forritara og listamenn til þess að smíða einhverja nýjung á sviði tónlistar og tækni," segir Karl. Sem dæmi tekur hann regnhlíf sem eitt sinn var búin til á slíkum degi og spilar lag í hvert sinn sem á hana fellur regn. Fólk fær 24 tíma til að búa til raunverulega afurð úr hugmyndunum sínum og algengast er að fólk vinni saman í hópum. Hóparnir eru yfirleitt settir saman af fólki úr mismunandi geirum, til dæmis er þar oft að finna aðila sem hefur mikið vit á tækni og annan sem hefur meira vit á tónlist. "Þetta eru annasamir klukkutímar og þeir allra hörðustu sofa ekki neitt. Það er ekki heilbrigðasti lífsstíllinn en hvað gerir maður ekki fyrir listina," segir Karl. Nú þegar hafa um 100 manns skráð sig til leiks og síðustu sætin rjúka út. "Af þessum hundrað sem eru skráðir eru á milli 60 og 70 útlendingar. Flestir þeirra koma til landsins sérstaklega til að taka þátt. Núna er staðan þannig að lítið pláss er eftir fyrir Íslendingana sem eiga það til að gera hlutina alltaf á síðustu stundu," segir Karl. Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík frá morgundeginum og þar til á sunnudag. Á sunnudaginn klukkan 15 er svo öllum velkomið að kíkja inn og kynnast afurðum helgarinnar.- trs Lífið Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Nýsköpunarviðburðurinn Music Hack day tengir saman tónlist og tækni. Hann er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi um helgina. "Við erum ekki að tala um hakk í þeim skilningi að við séum að hakka okkur inn í eitthvað, heldur að fólk sé að hakka saman eitthvað nýtt. Við erum ekki að brjóta nein lög, nema þá kannski tónlistar-lögin sjálf, þau verða eflaust brotin töluvert upp," segir Karl Tryggvason kíminn. Karl er einn þeirra sem fara fyrir Music Hack-deginum í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Music Hack-dagurinn er alþjóðlegur nýsköpunarviðburður tengdur tónlist og tækni. Hann er nú haldinn á Íslandi í fyrsta skipti, en sams konar viðburðir hafa verið haldnir um allan heim frá árinu 2009. "Þetta er svo ungt allt saman og dagurinn enn að mótast. Þessi viðburður gengur í stuttu máli út á að leiða saman forritara og listamenn til þess að smíða einhverja nýjung á sviði tónlistar og tækni," segir Karl. Sem dæmi tekur hann regnhlíf sem eitt sinn var búin til á slíkum degi og spilar lag í hvert sinn sem á hana fellur regn. Fólk fær 24 tíma til að búa til raunverulega afurð úr hugmyndunum sínum og algengast er að fólk vinni saman í hópum. Hóparnir eru yfirleitt settir saman af fólki úr mismunandi geirum, til dæmis er þar oft að finna aðila sem hefur mikið vit á tækni og annan sem hefur meira vit á tónlist. "Þetta eru annasamir klukkutímar og þeir allra hörðustu sofa ekki neitt. Það er ekki heilbrigðasti lífsstíllinn en hvað gerir maður ekki fyrir listina," segir Karl. Nú þegar hafa um 100 manns skráð sig til leiks og síðustu sætin rjúka út. "Af þessum hundrað sem eru skráðir eru á milli 60 og 70 útlendingar. Flestir þeirra koma til landsins sérstaklega til að taka þátt. Núna er staðan þannig að lítið pláss er eftir fyrir Íslendingana sem eiga það til að gera hlutina alltaf á síðustu stundu," segir Karl. Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík frá morgundeginum og þar til á sunnudag. Á sunnudaginn klukkan 15 er svo öllum velkomið að kíkja inn og kynnast afurðum helgarinnar.- trs
Lífið Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira