Kaupir kvikmyndaréttinn að krimmanum Snjóblindu 26. október 2012 11:30 samningur í höfn Þorvaldur Davíð Kristjánsson ásamt Ragnari Jónassyni og Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar. Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að glæpasögunni Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson og voru samningar þess efnis undirritaðir á dögunum. Samningurinn miðast við að Þorvaldur Davíð leiki sjálfur Ara Þór, aðalpersónu bókarinnar, ásamt því að vera einn af framleiðendunum. „Ég er himinlifandi yfir að samningar hafa tekist og mér skuli vera treyst fyrir kvikmyndaréttinum að Snjóblindu Ragnars Jónassonar. Fléttan í sögunni er þéttofin og lausnin óvænt, sögusviðið er myndrænt og persónugalleríið frábært. Snjóblindu prýðir því allt sem prýða þarf góða sögu og hún hentar einstaklega vel til kvikmyndunar," segir Þorvaldur Davíð, sem er í viðræðum við hugsanlega meðframleiðendur bæði hér heima og erlendis. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Svartur á leik, sem er önnur tekjuhæsta íslenska kvikmynd sögunnar. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild hins virta Juilliard-háskóla í New York þaðan sem hann útskrifaðist í fyrra. Hann hlaut Menningarverðlaun American Scandinavian Society árið 2010 og fékk Robin Williams-styrk sem skólinn veitir. Ragnar er ánægður með að Þorvaldur Davíð ætli að koma Snjóblindu í nýtt og spennandi form. „Vonandi mun þetta verkefni einnig vekja áhuga áhorfenda á að heimsækja sögusviðið, Siglufjörð. Það er auk þess frábært að Þorvaldur ætli að takast á við það að gæða söguhetjuna lífi en hann smellpassar svo sannarlega í hlutverk lögreglumannsins unga, Ara Þórs," segir rithöfundurinn. Snjóblinda kom út 2010 og var útnefnd ein af fjórum bestu skáldsögum haustsins í Þýskalandi í fyrra af tímaritinu Gala. Nýlega kom út þriðja bók Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór. Hún nefnist Rof og gerist á Norðurlandi, líkt og Snjóblinda, nánar tiltekið í eyðifirðinum Héðinsfirði. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að glæpasögunni Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson og voru samningar þess efnis undirritaðir á dögunum. Samningurinn miðast við að Þorvaldur Davíð leiki sjálfur Ara Þór, aðalpersónu bókarinnar, ásamt því að vera einn af framleiðendunum. „Ég er himinlifandi yfir að samningar hafa tekist og mér skuli vera treyst fyrir kvikmyndaréttinum að Snjóblindu Ragnars Jónassonar. Fléttan í sögunni er þéttofin og lausnin óvænt, sögusviðið er myndrænt og persónugalleríið frábært. Snjóblindu prýðir því allt sem prýða þarf góða sögu og hún hentar einstaklega vel til kvikmyndunar," segir Þorvaldur Davíð, sem er í viðræðum við hugsanlega meðframleiðendur bæði hér heima og erlendis. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Svartur á leik, sem er önnur tekjuhæsta íslenska kvikmynd sögunnar. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild hins virta Juilliard-háskóla í New York þaðan sem hann útskrifaðist í fyrra. Hann hlaut Menningarverðlaun American Scandinavian Society árið 2010 og fékk Robin Williams-styrk sem skólinn veitir. Ragnar er ánægður með að Þorvaldur Davíð ætli að koma Snjóblindu í nýtt og spennandi form. „Vonandi mun þetta verkefni einnig vekja áhuga áhorfenda á að heimsækja sögusviðið, Siglufjörð. Það er auk þess frábært að Þorvaldur ætli að takast á við það að gæða söguhetjuna lífi en hann smellpassar svo sannarlega í hlutverk lögreglumannsins unga, Ara Þórs," segir rithöfundurinn. Snjóblinda kom út 2010 og var útnefnd ein af fjórum bestu skáldsögum haustsins í Þýskalandi í fyrra af tímaritinu Gala. Nýlega kom út þriðja bók Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór. Hún nefnist Rof og gerist á Norðurlandi, líkt og Snjóblinda, nánar tiltekið í eyðifirðinum Héðinsfirði. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira