Lítið um rottur í Reykjavík - eiginlega viðburður að sjá þær 7. maí 2012 16:32 Kettir þurfa að vera ansi hugaðir ætli þeir að leggja til atlögu við miðbæjarrottur, en þær geta verið ansi illskeyttar að sögn Guðmundar Björnssonar hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar. „Það er nú óhætt að segja að rottur í Reykjavík séu ekki stórvandamál, það er eiginlega orðinn viðburður að fólk sjái þær," segir Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar, en íbúi á Grettisgötunni náði magnaðri mynd af rottu í gluggakistu á Grettisgötunni og ketti sem fylgdist með henni. Kötturinn hafði þó ekki hugrekki til þess að ráðast á rottuna. Það kemur Guðmundi ekkert á óvart, hann segir að það þurfi ansi hugaðann og vanann kött til þess að ráðast á fullorðna rottu, „þær geta verið heldur illskeyttar," bætir hann við. Guðmundur segir að tilkynningum um rottur fari í raun fækkandi. Þannig fái meindýravarnir Reykjavíkurborgar tæplega eina tilkynningu á dag um rottu sem hafi sést í íbúabyggð. „Tilkynningarnar náðu varla 300 á síðasta ári," bætir hann við en að öllu jöfnu eru tilkynningarnar á bilinu 300 til 400 á ári. „Þannig það er óhætt að segja að við séum alveg laus við eitthvað sem heitir rottufaraldur," segir Guðmundur. Hann segir rotturnar frekar leita upp á vorin og sumrin, „þær vilja kannski njóta sólarinnar líka. Annars koma þær oftast upp vegna bilunar í lögnum," útskýrir Guðmundur sem hvetur borgarbúa til þess að hringja hiklaust í meindýravarnir Reykjavíkurborgar verði þeir varir við rottur. „Það skiptir miklu máli fyrir okkur." Spurður um stærðina á rottunum í borginni segir hann að þær séu með tuttugu sentímetra langan búk, og skottið sé annað eins á lengd. „Þannig það er eiginlega ekkert sem heitir risarotta hér á Íslandi," segir Guðmundur. Spurður hversu þungar þær séu, svarar Guðmundur því til að hann viti það ekki. „Ég hef ekki lagt í að vigta þær," svarar hann að lokum. Tengdar fréttir Stærðar rotta skelfdi kött "Hún var allavega svo stór að kötturinn var skíthræddur við hana," sagði íbúi á Grettisgötunni sem rakst á stærðar rottu fyrir framan heimili nágranna síns í Reykjavík á frídag verkamanna í síðustu viku. Rottan var sprellifandi og ekki frýnileg að sjá. Kötturinn sem sést á myndinni gerði sig líklegan nokkrum sinnum til þess að gera atlögu að rottunni en lét aldrei verða að því. Eftir nokkra stund lét rottan sig hverfa. 7. maí 2012 15:19 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Það er nú óhætt að segja að rottur í Reykjavík séu ekki stórvandamál, það er eiginlega orðinn viðburður að fólk sjái þær," segir Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar, en íbúi á Grettisgötunni náði magnaðri mynd af rottu í gluggakistu á Grettisgötunni og ketti sem fylgdist með henni. Kötturinn hafði þó ekki hugrekki til þess að ráðast á rottuna. Það kemur Guðmundi ekkert á óvart, hann segir að það þurfi ansi hugaðann og vanann kött til þess að ráðast á fullorðna rottu, „þær geta verið heldur illskeyttar," bætir hann við. Guðmundur segir að tilkynningum um rottur fari í raun fækkandi. Þannig fái meindýravarnir Reykjavíkurborgar tæplega eina tilkynningu á dag um rottu sem hafi sést í íbúabyggð. „Tilkynningarnar náðu varla 300 á síðasta ári," bætir hann við en að öllu jöfnu eru tilkynningarnar á bilinu 300 til 400 á ári. „Þannig það er óhætt að segja að við séum alveg laus við eitthvað sem heitir rottufaraldur," segir Guðmundur. Hann segir rotturnar frekar leita upp á vorin og sumrin, „þær vilja kannski njóta sólarinnar líka. Annars koma þær oftast upp vegna bilunar í lögnum," útskýrir Guðmundur sem hvetur borgarbúa til þess að hringja hiklaust í meindýravarnir Reykjavíkurborgar verði þeir varir við rottur. „Það skiptir miklu máli fyrir okkur." Spurður um stærðina á rottunum í borginni segir hann að þær séu með tuttugu sentímetra langan búk, og skottið sé annað eins á lengd. „Þannig það er eiginlega ekkert sem heitir risarotta hér á Íslandi," segir Guðmundur. Spurður hversu þungar þær séu, svarar Guðmundur því til að hann viti það ekki. „Ég hef ekki lagt í að vigta þær," svarar hann að lokum.
Tengdar fréttir Stærðar rotta skelfdi kött "Hún var allavega svo stór að kötturinn var skíthræddur við hana," sagði íbúi á Grettisgötunni sem rakst á stærðar rottu fyrir framan heimili nágranna síns í Reykjavík á frídag verkamanna í síðustu viku. Rottan var sprellifandi og ekki frýnileg að sjá. Kötturinn sem sést á myndinni gerði sig líklegan nokkrum sinnum til þess að gera atlögu að rottunni en lét aldrei verða að því. Eftir nokkra stund lét rottan sig hverfa. 7. maí 2012 15:19 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Stærðar rotta skelfdi kött "Hún var allavega svo stór að kötturinn var skíthræddur við hana," sagði íbúi á Grettisgötunni sem rakst á stærðar rottu fyrir framan heimili nágranna síns í Reykjavík á frídag verkamanna í síðustu viku. Rottan var sprellifandi og ekki frýnileg að sjá. Kötturinn sem sést á myndinni gerði sig líklegan nokkrum sinnum til þess að gera atlögu að rottunni en lét aldrei verða að því. Eftir nokkra stund lét rottan sig hverfa. 7. maí 2012 15:19