Innlent

Skora á háskólarektor að bjóða sig fram til embættis forseta

Hópur fólks ætlar að skora á Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.

Í tilkynningu frá hópnum segir að ný könnun sýni að að stór hluti þjóðarinnar vilji sjá nýjan húsbónda á Bessastöðum. Einnig kemur þar fram að hópurinn hafi áður skorað á Kristínu, en hún þá gefið afsvar, en í ljósi nýrra aðstæðna ætli hópurinn að skora aftur á hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×