Ákærðir fyrir flókin og stórfelld fjársvik 27. mars 2012 04:00 Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sagðist sumarið 2009 ætla að leita leiða til að endurheimta féð sem mennirnir sviku út. Fréttablaðið/gva Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur fjórum ungum mönnum fyrir stórfelld og flókin fjársvik og fjárdrátt sem í heild nema tugum milljóna króna. Lögregla hefur rannsakað málið frá því um sumarið 2009, eða í rúmlega tvö og hálft ár. Mennirnir eru fæddir á árunum 1986 til 1990. Tveir þeirra voru handteknir 22. júlí 2009 og hinir tveir nokkrum dögum seinna við komuna frá Spáni. Þeir sátu allir í gæsluvarðhaldi um skeið. Málið var upphaflega rannsakað af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, en færðist til sérstaks saksóknara við sameiningu embættanna. Svikin sem þeir hafa verið ákærðir fyrir voru flókin og kröfðust margþætts undirbúnings. Þeir byrjuðu á því að taka yfir stjórn tveggja eignarhaldsfélaga með fölsuðum tilkynningum til Fyrirtækjaskrár. Með tilkynningunum skipuðu þeir sjálfa sig í stjórnir félaganna og gerðu sig að prókúruhöfum án vitundar eigendanna. Til þess þurftu þeir að falsa undirskriftir raunverulegra forsvarsmanna félaganna. Þeir drógu sér síðan fé af reikningum félaganna tveggja. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa falsað kaupsamninga að tveimur íbúðum í eigu félaganna í miðbæ Reykjavíkur. Á samningana skrifuðu þeir nöfn einstaklinga sem komu þeim, húsnæðinu eða félögunum ekkert við, og síðan slógu þeir lán fyrir kaupunum hjá Íbúðalánasjóði í nafni fólksins. Lánin tvö námu samtals ríflega fjörutíu milljónum króna, sem mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa stungið undan. Misferlið sem mennirnir sæta ákæru fyrir nemur samkvæmt heimildum blaðsins í heild um fimmtíu milljónum króna. Ákæran hefur ekki verið birt sakborningunum og Fréttablaðið hefur hana ekki undir höndum. Hún verður þingfest í næstu viku. Samkvæmt heimildum blaðsins eru tveir mannanna ákærðir fyrir stærri þátt í brotunum en hinir. stigur@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur fjórum ungum mönnum fyrir stórfelld og flókin fjársvik og fjárdrátt sem í heild nema tugum milljóna króna. Lögregla hefur rannsakað málið frá því um sumarið 2009, eða í rúmlega tvö og hálft ár. Mennirnir eru fæddir á árunum 1986 til 1990. Tveir þeirra voru handteknir 22. júlí 2009 og hinir tveir nokkrum dögum seinna við komuna frá Spáni. Þeir sátu allir í gæsluvarðhaldi um skeið. Málið var upphaflega rannsakað af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, en færðist til sérstaks saksóknara við sameiningu embættanna. Svikin sem þeir hafa verið ákærðir fyrir voru flókin og kröfðust margþætts undirbúnings. Þeir byrjuðu á því að taka yfir stjórn tveggja eignarhaldsfélaga með fölsuðum tilkynningum til Fyrirtækjaskrár. Með tilkynningunum skipuðu þeir sjálfa sig í stjórnir félaganna og gerðu sig að prókúruhöfum án vitundar eigendanna. Til þess þurftu þeir að falsa undirskriftir raunverulegra forsvarsmanna félaganna. Þeir drógu sér síðan fé af reikningum félaganna tveggja. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa falsað kaupsamninga að tveimur íbúðum í eigu félaganna í miðbæ Reykjavíkur. Á samningana skrifuðu þeir nöfn einstaklinga sem komu þeim, húsnæðinu eða félögunum ekkert við, og síðan slógu þeir lán fyrir kaupunum hjá Íbúðalánasjóði í nafni fólksins. Lánin tvö námu samtals ríflega fjörutíu milljónum króna, sem mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa stungið undan. Misferlið sem mennirnir sæta ákæru fyrir nemur samkvæmt heimildum blaðsins í heild um fimmtíu milljónum króna. Ákæran hefur ekki verið birt sakborningunum og Fréttablaðið hefur hana ekki undir höndum. Hún verður þingfest í næstu viku. Samkvæmt heimildum blaðsins eru tveir mannanna ákærðir fyrir stærri þátt í brotunum en hinir. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira