Innlent

Banaslys á Ólafsfjarðarvegi

Banaslys varð á Ólafsfjarðarvegi síðdegis í gær á móts við bæinn Kross, sunnan Dalvíkur, þegar flutningabíll og sendibíll skullu þar saman og ökumaður sendibílsins lést. Hann var á þrítugsaldri.

Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, en reyndist ekki alvarlega slasaður.

Rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri og rannsóknanefnd umferðarslysa rannsaka tildrög slyssins, en það gekk á með snörpum sviftivindum á vetttvangi, þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×