Innlent

LÍÚ segir kvótafrumvarpið skerða aflaheimildir verulega

Aflaheimildir í þorski verða skertar um 9,5%, um 6,5% í ýsu, rúm 7% í ufsa og tæp 10% í steinbít, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórnun, segir á heimasíðu Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Auk þessa nemi skerðingin í öðrum tegundum röskum 5%. Þá ætli stjórnvöld að gera upptæk, eins og það er orðað, 40 prósent þorskafla, fari hann yfir 202 þúsund tonn og sama hlutfall í ýsum umfram 66 þúsund tonn.

Loks líkja útvegsmenn aukinni gjaldtöku og skattlagningu í frumvarpinu við, að verið sé að þjóðnýta sjávarútveginn í gegnum nýtt skattkerfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×