Leikkonan Mena Suvari sem flestir muna eftir úr kvikmyndinni, American Beauty, mætti á rauða dregilin í Melbourne í Ástralíu í gær.
Suvari var töff í tauinu en hún klæddist flottum hvítum kjól með stífu sniði og örlítið rokkuðu ívafi. Til að toppa töffara útlitið er leikkonan komin með mjög stutt og rokkað hár.