Innlent

Ólafur Ragnar hitti Bjarna geimfara

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Bjarna Tryggvasyni geimfara sem er í heimsókn hér á landi. Bjarni fór með geimferju á braut umhverfis jörðu árið 1997 en hann var fyrsti maðurinn fæddur á Norðurlöndunum til að fara út í geiminn. Á fundinum dag ræddu þeir um möguleika á samvinnu við íslenska aðila á sviði tækni og vísinda, að því er fram kemur á vef forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×