Obama mun sigurstranglegri 6. nóvember 2012 07:00 Kosið verður til forseta og þings í Bandaríkjunum í kvöld. Valið um forseta stendur milli Barack Obama og Mitt Romney, en Obama er talinn líklegur til að verða við stjórnvölinn í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Fyrstu tölur ættu að berast upp úr klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. NiordicPhotos/AFP Komið er að úrslitastund í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Barack Obama þykir líklegri til að hrósa sigri, en Mitt Romney heldur enn í vonina. Stjórnmálafræðingur spáir hörðum deilum á komandi árum. Barack Obama Bandaríkjaforseti getur verið hæfilega bjartsýnn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nótt, enda benda flestar skoðanakannanir til þess að hann muni tryggja sér þá 270 kjörmenn sem hann þarf til að hreppa hnossið. Raunar eru helstu sérfræðingar, Nate Silver hjá New York Times og vefurinn RealClearPolitics, á því að Obama muni fá rúmlega 300 af kjörmönnunum 538. Í þeim tólf ríkjum þar sem munurinn milli frambjóðendanna er enn innan skekkjumarka leiðir Obama í tíu en Mitt Romney aðeins í tveimur; Flórída og Norður-Karólínu. Nú stendur keppnin um hin fjögur prósent sem eru óákveðin í lykilríkjunum og frambjóðendurnir heimsóttu átta mikilvægustu ríkin í gær. Þeir eru því á miklum endaspretti eftir gríðarlega langa og harðskeytta kosningatörn sem verður sennilega helst minnst fyrir þær metfjárhæðir sem varið hefur verið til hennar. Alls er talið að um sex milljörðum dala hafi verið eytt í kosningar til þings og forseta sem lýkur í kvöld. James Thurber, prófessor í stjórnmálafræði við American University og einn af virtari stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum, hélt fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær þar sem hann sagði að flest benti til þess að Obama myndi vinna. Vissulega ættu kjósendur flestir enn eftir að að skila sér á kjörstað, en sú spenna sem látið væri með í fjölmiðlum væri ofmetin. Thurber sagði að Obama hefði tekið afgerandi forystu strax eftir aðrar sjónvarpskappræðurnar við Romney. Hinn síðarnefndi hefði óvænt komist inn í slaginn eftir að Obama hefði staðið sig herfilega í fyrstu kappræðunum. Eftir að forsetinn rétti sinn hlut í öðrum kappræðunum hefur hann haft vind í seglin þó að ekki sé mikill munur á frambjóðendunum í könnunum á landsvísu. Kosningarnar til öldunga- og fulltrúadeildar þingsins hafa ekki síður verið harkalegar, en ekki er útlit fyrir að valdahlutföll breytist mikið. Kjörstöðum í fyrstu lykilríkjum verður lokað á bilinu eitt til tvö í nótt að íslenskum tíma og ættu línur að skýrast strax í framhaldinu. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Sjá meira
Komið er að úrslitastund í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Barack Obama þykir líklegri til að hrósa sigri, en Mitt Romney heldur enn í vonina. Stjórnmálafræðingur spáir hörðum deilum á komandi árum. Barack Obama Bandaríkjaforseti getur verið hæfilega bjartsýnn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nótt, enda benda flestar skoðanakannanir til þess að hann muni tryggja sér þá 270 kjörmenn sem hann þarf til að hreppa hnossið. Raunar eru helstu sérfræðingar, Nate Silver hjá New York Times og vefurinn RealClearPolitics, á því að Obama muni fá rúmlega 300 af kjörmönnunum 538. Í þeim tólf ríkjum þar sem munurinn milli frambjóðendanna er enn innan skekkjumarka leiðir Obama í tíu en Mitt Romney aðeins í tveimur; Flórída og Norður-Karólínu. Nú stendur keppnin um hin fjögur prósent sem eru óákveðin í lykilríkjunum og frambjóðendurnir heimsóttu átta mikilvægustu ríkin í gær. Þeir eru því á miklum endaspretti eftir gríðarlega langa og harðskeytta kosningatörn sem verður sennilega helst minnst fyrir þær metfjárhæðir sem varið hefur verið til hennar. Alls er talið að um sex milljörðum dala hafi verið eytt í kosningar til þings og forseta sem lýkur í kvöld. James Thurber, prófessor í stjórnmálafræði við American University og einn af virtari stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum, hélt fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær þar sem hann sagði að flest benti til þess að Obama myndi vinna. Vissulega ættu kjósendur flestir enn eftir að að skila sér á kjörstað, en sú spenna sem látið væri með í fjölmiðlum væri ofmetin. Thurber sagði að Obama hefði tekið afgerandi forystu strax eftir aðrar sjónvarpskappræðurnar við Romney. Hinn síðarnefndi hefði óvænt komist inn í slaginn eftir að Obama hefði staðið sig herfilega í fyrstu kappræðunum. Eftir að forsetinn rétti sinn hlut í öðrum kappræðunum hefur hann haft vind í seglin þó að ekki sé mikill munur á frambjóðendunum í könnunum á landsvísu. Kosningarnar til öldunga- og fulltrúadeildar þingsins hafa ekki síður verið harkalegar, en ekki er útlit fyrir að valdahlutföll breytist mikið. Kjörstöðum í fyrstu lykilríkjum verður lokað á bilinu eitt til tvö í nótt að íslenskum tíma og ættu línur að skýrast strax í framhaldinu. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Sjá meira