Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2012 14:15 Geysir mynd/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. Í vikunni var Landeigendafélag Geysis í Haukadal í Biskupstungum stofnað formlega en að því standa allir landeigendur á Haukadalstorfunni, sem eiga 65% hlut af svæðinu en ríkið á 35%. Hlutverk félagsins verður að standa að uppbyggingu og vernd svæðisins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra fagnar nýja félaginu. „Ég tel að það sé að mörgu leiti jákvætt að við séum þarna komin með einn viðmælanda. Það er því skýrt við hvern sé verið að tala við." Svandís er þó á því að ríkið eigi að kaupa allt landið í Haukadal. „Ég ítreka það að þessu væri lang best fyrirkomið ef það væri bæði í eigu og umsjá almennings." Þannig að þú vilt að ríkið eignist allt landið? „Það sem er þarna innan girðingar ætti að vera í eigu almennings. Það er eðlilegast. Þar sem að þetta er skýr og klár náttúruperla. Þá getum við haldið utan um landið og sýnt því þá virðingu sem það á skilið."En hvað segir umhverfisráðherra um gjaldtöku á fjölmennustu ferðamannastöðunum á Íslandi? „Allra mest geld ég varhug af því að einkaaðilar sem eru landeigendur á mikilvægum ferðamannastöðum fari að taka gjald inn á slíka staði. Þá er hætt við því að frekar verði um að ræða gróðastarfsemi heldur en að gjaldtakan renni beinlínis til þess að gera landinu til góða.Þannig að þú ert hlynnt gjaldtöku þegar ríkið er annars vegar? „Ég er hlynnt því að við finnum leiðir til þess að þessi atvinnugrein standi straum af þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er fyrir náttúruvernd á Íslandi. Mér er sagt að yfir 80 prósent þeirra sem sækja Ísland heim geri það náttúrunnar vegna. Ég tel það vera eðlilegt að eitthvað af því fjármagni sem að leggst til við komi ferðamanna renni til uppbyggingar á náttúru Íslands."Hvað sérðu fyrir þér að það muni kosta að skoða Geysi, Skógarfoss eða Seljalandsfoss? „Ég ætla ekki að nefna tölu," segir Svandís að lokum. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. Í vikunni var Landeigendafélag Geysis í Haukadal í Biskupstungum stofnað formlega en að því standa allir landeigendur á Haukadalstorfunni, sem eiga 65% hlut af svæðinu en ríkið á 35%. Hlutverk félagsins verður að standa að uppbyggingu og vernd svæðisins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra fagnar nýja félaginu. „Ég tel að það sé að mörgu leiti jákvætt að við séum þarna komin með einn viðmælanda. Það er því skýrt við hvern sé verið að tala við." Svandís er þó á því að ríkið eigi að kaupa allt landið í Haukadal. „Ég ítreka það að þessu væri lang best fyrirkomið ef það væri bæði í eigu og umsjá almennings." Þannig að þú vilt að ríkið eignist allt landið? „Það sem er þarna innan girðingar ætti að vera í eigu almennings. Það er eðlilegast. Þar sem að þetta er skýr og klár náttúruperla. Þá getum við haldið utan um landið og sýnt því þá virðingu sem það á skilið."En hvað segir umhverfisráðherra um gjaldtöku á fjölmennustu ferðamannastöðunum á Íslandi? „Allra mest geld ég varhug af því að einkaaðilar sem eru landeigendur á mikilvægum ferðamannastöðum fari að taka gjald inn á slíka staði. Þá er hætt við því að frekar verði um að ræða gróðastarfsemi heldur en að gjaldtakan renni beinlínis til þess að gera landinu til góða.Þannig að þú ert hlynnt gjaldtöku þegar ríkið er annars vegar? „Ég er hlynnt því að við finnum leiðir til þess að þessi atvinnugrein standi straum af þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er fyrir náttúruvernd á Íslandi. Mér er sagt að yfir 80 prósent þeirra sem sækja Ísland heim geri það náttúrunnar vegna. Ég tel það vera eðlilegt að eitthvað af því fjármagni sem að leggst til við komi ferðamanna renni til uppbyggingar á náttúru Íslands."Hvað sérðu fyrir þér að það muni kosta að skoða Geysi, Skógarfoss eða Seljalandsfoss? „Ég ætla ekki að nefna tölu," segir Svandís að lokum.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira