Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2012 14:15 Geysir mynd/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. Í vikunni var Landeigendafélag Geysis í Haukadal í Biskupstungum stofnað formlega en að því standa allir landeigendur á Haukadalstorfunni, sem eiga 65% hlut af svæðinu en ríkið á 35%. Hlutverk félagsins verður að standa að uppbyggingu og vernd svæðisins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra fagnar nýja félaginu. „Ég tel að það sé að mörgu leiti jákvætt að við séum þarna komin með einn viðmælanda. Það er því skýrt við hvern sé verið að tala við." Svandís er þó á því að ríkið eigi að kaupa allt landið í Haukadal. „Ég ítreka það að þessu væri lang best fyrirkomið ef það væri bæði í eigu og umsjá almennings." Þannig að þú vilt að ríkið eignist allt landið? „Það sem er þarna innan girðingar ætti að vera í eigu almennings. Það er eðlilegast. Þar sem að þetta er skýr og klár náttúruperla. Þá getum við haldið utan um landið og sýnt því þá virðingu sem það á skilið."En hvað segir umhverfisráðherra um gjaldtöku á fjölmennustu ferðamannastöðunum á Íslandi? „Allra mest geld ég varhug af því að einkaaðilar sem eru landeigendur á mikilvægum ferðamannastöðum fari að taka gjald inn á slíka staði. Þá er hætt við því að frekar verði um að ræða gróðastarfsemi heldur en að gjaldtakan renni beinlínis til þess að gera landinu til góða.Þannig að þú ert hlynnt gjaldtöku þegar ríkið er annars vegar? „Ég er hlynnt því að við finnum leiðir til þess að þessi atvinnugrein standi straum af þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er fyrir náttúruvernd á Íslandi. Mér er sagt að yfir 80 prósent þeirra sem sækja Ísland heim geri það náttúrunnar vegna. Ég tel það vera eðlilegt að eitthvað af því fjármagni sem að leggst til við komi ferðamanna renni til uppbyggingar á náttúru Íslands."Hvað sérðu fyrir þér að það muni kosta að skoða Geysi, Skógarfoss eða Seljalandsfoss? „Ég ætla ekki að nefna tölu," segir Svandís að lokum. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. Í vikunni var Landeigendafélag Geysis í Haukadal í Biskupstungum stofnað formlega en að því standa allir landeigendur á Haukadalstorfunni, sem eiga 65% hlut af svæðinu en ríkið á 35%. Hlutverk félagsins verður að standa að uppbyggingu og vernd svæðisins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra fagnar nýja félaginu. „Ég tel að það sé að mörgu leiti jákvætt að við séum þarna komin með einn viðmælanda. Það er því skýrt við hvern sé verið að tala við." Svandís er þó á því að ríkið eigi að kaupa allt landið í Haukadal. „Ég ítreka það að þessu væri lang best fyrirkomið ef það væri bæði í eigu og umsjá almennings." Þannig að þú vilt að ríkið eignist allt landið? „Það sem er þarna innan girðingar ætti að vera í eigu almennings. Það er eðlilegast. Þar sem að þetta er skýr og klár náttúruperla. Þá getum við haldið utan um landið og sýnt því þá virðingu sem það á skilið."En hvað segir umhverfisráðherra um gjaldtöku á fjölmennustu ferðamannastöðunum á Íslandi? „Allra mest geld ég varhug af því að einkaaðilar sem eru landeigendur á mikilvægum ferðamannastöðum fari að taka gjald inn á slíka staði. Þá er hætt við því að frekar verði um að ræða gróðastarfsemi heldur en að gjaldtakan renni beinlínis til þess að gera landinu til góða.Þannig að þú ert hlynnt gjaldtöku þegar ríkið er annars vegar? „Ég er hlynnt því að við finnum leiðir til þess að þessi atvinnugrein standi straum af þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er fyrir náttúruvernd á Íslandi. Mér er sagt að yfir 80 prósent þeirra sem sækja Ísland heim geri það náttúrunnar vegna. Ég tel það vera eðlilegt að eitthvað af því fjármagni sem að leggst til við komi ferðamanna renni til uppbyggingar á náttúru Íslands."Hvað sérðu fyrir þér að það muni kosta að skoða Geysi, Skógarfoss eða Seljalandsfoss? „Ég ætla ekki að nefna tölu," segir Svandís að lokum.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira