Árásin á Hlemmi einstakt mál Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júní 2012 11:19 Heiða Kristín Helgadóttir er varaformaður velferðarráðs. „Þetta er mjög leiðinlegt atvik, en einstakt mál geri ég ráð fyrir," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir sagði í gær frá myndbandi sem Grapevine birti af öryggisverði á Hlemmi sem gekk í skrokk á útigangsmanni sem hafðist þar við. Mikið hefur verið gert á Hlemmi til þess að reyna að koma í veg fyrir að fólk dvelji þar langtímum saman við óæskilega iðju, en sú spurning vaknar hvort nóg sé gert fyrir utangarðsfólk. Heiða Kristín telur að mikil vinna sé unnin. „Við erum með mikið af úrræðum, erum að setja á fót mjög gott tilraunaverkefni sem við köllum Borgarverði, þar sem við ætlum að vera í samstarfi við lögregluna og félagsráðgjafa," segir Heiða Kristín. Markmiðið með verkefninu er að reyna að aðstoða fólk sem kemur sér í vanda vegna stöðu sinnar. „Svo er gistiskýlið og Dagsetrið úti á Granda sem Hjálpræðisherinn rekur, kaffistofa Samhjálpar. Það er allsstaðar eitthvað opið og ekki lokað á neinn," segir Heiða Kristín. „Þetta er erfitt við að eiga en við erum sérstaklega núna á þessu kjörtímabilið búin að bæta í þessa þjónustu," segir Heiða Kristín. Hún bendir á að það sé nýbúið að móta stefnu um mannréttindi utangarðsfólks á vegum mannréttindaráðs. Þá muni hún sjálf leiða hóp sem fer af stað í haust við að halda áfram að móta stefnu í málum utangarðsmanna. Mikið hafi áunnist frá því að fyrri stefna var mótuð, en þá hafi fá úrræði verið í boði. Nú sé Reykjavíkurborg jafnframt að breyta einu af úrræðum sínum með það fyrir augum að þjónusta betur tvígreinda útigangsmenn sem glíma við geðsjúkdóma og fíkn. Þetta er Reykjavíkurborg að gera eitt sveitarfélaga. „Það er verið að gera allt sem hægt er, en mér finnst þetta mjög leiðinlegt mál sem ég sá þarna í fréttum í gær," segir Heiða Kristín. Hún segist hafa skilið fréttina þannig að umræddum öryggisverði hafi verið vikið úr starfi á meðan málið sé til skoðunar og hún treysti því að það sé í réttu ferli. Ekki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann velferðarráðs, vegna fréttarinnar. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
„Þetta er mjög leiðinlegt atvik, en einstakt mál geri ég ráð fyrir," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir sagði í gær frá myndbandi sem Grapevine birti af öryggisverði á Hlemmi sem gekk í skrokk á útigangsmanni sem hafðist þar við. Mikið hefur verið gert á Hlemmi til þess að reyna að koma í veg fyrir að fólk dvelji þar langtímum saman við óæskilega iðju, en sú spurning vaknar hvort nóg sé gert fyrir utangarðsfólk. Heiða Kristín telur að mikil vinna sé unnin. „Við erum með mikið af úrræðum, erum að setja á fót mjög gott tilraunaverkefni sem við köllum Borgarverði, þar sem við ætlum að vera í samstarfi við lögregluna og félagsráðgjafa," segir Heiða Kristín. Markmiðið með verkefninu er að reyna að aðstoða fólk sem kemur sér í vanda vegna stöðu sinnar. „Svo er gistiskýlið og Dagsetrið úti á Granda sem Hjálpræðisherinn rekur, kaffistofa Samhjálpar. Það er allsstaðar eitthvað opið og ekki lokað á neinn," segir Heiða Kristín. „Þetta er erfitt við að eiga en við erum sérstaklega núna á þessu kjörtímabilið búin að bæta í þessa þjónustu," segir Heiða Kristín. Hún bendir á að það sé nýbúið að móta stefnu um mannréttindi utangarðsfólks á vegum mannréttindaráðs. Þá muni hún sjálf leiða hóp sem fer af stað í haust við að halda áfram að móta stefnu í málum utangarðsmanna. Mikið hafi áunnist frá því að fyrri stefna var mótuð, en þá hafi fá úrræði verið í boði. Nú sé Reykjavíkurborg jafnframt að breyta einu af úrræðum sínum með það fyrir augum að þjónusta betur tvígreinda útigangsmenn sem glíma við geðsjúkdóma og fíkn. Þetta er Reykjavíkurborg að gera eitt sveitarfélaga. „Það er verið að gera allt sem hægt er, en mér finnst þetta mjög leiðinlegt mál sem ég sá þarna í fréttum í gær," segir Heiða Kristín. Hún segist hafa skilið fréttina þannig að umræddum öryggisverði hafi verið vikið úr starfi á meðan málið sé til skoðunar og hún treysti því að það sé í réttu ferli. Ekki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann velferðarráðs, vegna fréttarinnar.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira