Árásin á Hlemmi einstakt mál Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júní 2012 11:19 Heiða Kristín Helgadóttir er varaformaður velferðarráðs. „Þetta er mjög leiðinlegt atvik, en einstakt mál geri ég ráð fyrir," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir sagði í gær frá myndbandi sem Grapevine birti af öryggisverði á Hlemmi sem gekk í skrokk á útigangsmanni sem hafðist þar við. Mikið hefur verið gert á Hlemmi til þess að reyna að koma í veg fyrir að fólk dvelji þar langtímum saman við óæskilega iðju, en sú spurning vaknar hvort nóg sé gert fyrir utangarðsfólk. Heiða Kristín telur að mikil vinna sé unnin. „Við erum með mikið af úrræðum, erum að setja á fót mjög gott tilraunaverkefni sem við köllum Borgarverði, þar sem við ætlum að vera í samstarfi við lögregluna og félagsráðgjafa," segir Heiða Kristín. Markmiðið með verkefninu er að reyna að aðstoða fólk sem kemur sér í vanda vegna stöðu sinnar. „Svo er gistiskýlið og Dagsetrið úti á Granda sem Hjálpræðisherinn rekur, kaffistofa Samhjálpar. Það er allsstaðar eitthvað opið og ekki lokað á neinn," segir Heiða Kristín. „Þetta er erfitt við að eiga en við erum sérstaklega núna á þessu kjörtímabilið búin að bæta í þessa þjónustu," segir Heiða Kristín. Hún bendir á að það sé nýbúið að móta stefnu um mannréttindi utangarðsfólks á vegum mannréttindaráðs. Þá muni hún sjálf leiða hóp sem fer af stað í haust við að halda áfram að móta stefnu í málum utangarðsmanna. Mikið hafi áunnist frá því að fyrri stefna var mótuð, en þá hafi fá úrræði verið í boði. Nú sé Reykjavíkurborg jafnframt að breyta einu af úrræðum sínum með það fyrir augum að þjónusta betur tvígreinda útigangsmenn sem glíma við geðsjúkdóma og fíkn. Þetta er Reykjavíkurborg að gera eitt sveitarfélaga. „Það er verið að gera allt sem hægt er, en mér finnst þetta mjög leiðinlegt mál sem ég sá þarna í fréttum í gær," segir Heiða Kristín. Hún segist hafa skilið fréttina þannig að umræddum öryggisverði hafi verið vikið úr starfi á meðan málið sé til skoðunar og hún treysti því að það sé í réttu ferli. Ekki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann velferðarráðs, vegna fréttarinnar. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
„Þetta er mjög leiðinlegt atvik, en einstakt mál geri ég ráð fyrir," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir sagði í gær frá myndbandi sem Grapevine birti af öryggisverði á Hlemmi sem gekk í skrokk á útigangsmanni sem hafðist þar við. Mikið hefur verið gert á Hlemmi til þess að reyna að koma í veg fyrir að fólk dvelji þar langtímum saman við óæskilega iðju, en sú spurning vaknar hvort nóg sé gert fyrir utangarðsfólk. Heiða Kristín telur að mikil vinna sé unnin. „Við erum með mikið af úrræðum, erum að setja á fót mjög gott tilraunaverkefni sem við köllum Borgarverði, þar sem við ætlum að vera í samstarfi við lögregluna og félagsráðgjafa," segir Heiða Kristín. Markmiðið með verkefninu er að reyna að aðstoða fólk sem kemur sér í vanda vegna stöðu sinnar. „Svo er gistiskýlið og Dagsetrið úti á Granda sem Hjálpræðisherinn rekur, kaffistofa Samhjálpar. Það er allsstaðar eitthvað opið og ekki lokað á neinn," segir Heiða Kristín. „Þetta er erfitt við að eiga en við erum sérstaklega núna á þessu kjörtímabilið búin að bæta í þessa þjónustu," segir Heiða Kristín. Hún bendir á að það sé nýbúið að móta stefnu um mannréttindi utangarðsfólks á vegum mannréttindaráðs. Þá muni hún sjálf leiða hóp sem fer af stað í haust við að halda áfram að móta stefnu í málum utangarðsmanna. Mikið hafi áunnist frá því að fyrri stefna var mótuð, en þá hafi fá úrræði verið í boði. Nú sé Reykjavíkurborg jafnframt að breyta einu af úrræðum sínum með það fyrir augum að þjónusta betur tvígreinda útigangsmenn sem glíma við geðsjúkdóma og fíkn. Þetta er Reykjavíkurborg að gera eitt sveitarfélaga. „Það er verið að gera allt sem hægt er, en mér finnst þetta mjög leiðinlegt mál sem ég sá þarna í fréttum í gær," segir Heiða Kristín. Hún segist hafa skilið fréttina þannig að umræddum öryggisverði hafi verið vikið úr starfi á meðan málið sé til skoðunar og hún treysti því að það sé í réttu ferli. Ekki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann velferðarráðs, vegna fréttarinnar.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira