Árásin á Hlemmi einstakt mál Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júní 2012 11:19 Heiða Kristín Helgadóttir er varaformaður velferðarráðs. „Þetta er mjög leiðinlegt atvik, en einstakt mál geri ég ráð fyrir," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir sagði í gær frá myndbandi sem Grapevine birti af öryggisverði á Hlemmi sem gekk í skrokk á útigangsmanni sem hafðist þar við. Mikið hefur verið gert á Hlemmi til þess að reyna að koma í veg fyrir að fólk dvelji þar langtímum saman við óæskilega iðju, en sú spurning vaknar hvort nóg sé gert fyrir utangarðsfólk. Heiða Kristín telur að mikil vinna sé unnin. „Við erum með mikið af úrræðum, erum að setja á fót mjög gott tilraunaverkefni sem við köllum Borgarverði, þar sem við ætlum að vera í samstarfi við lögregluna og félagsráðgjafa," segir Heiða Kristín. Markmiðið með verkefninu er að reyna að aðstoða fólk sem kemur sér í vanda vegna stöðu sinnar. „Svo er gistiskýlið og Dagsetrið úti á Granda sem Hjálpræðisherinn rekur, kaffistofa Samhjálpar. Það er allsstaðar eitthvað opið og ekki lokað á neinn," segir Heiða Kristín. „Þetta er erfitt við að eiga en við erum sérstaklega núna á þessu kjörtímabilið búin að bæta í þessa þjónustu," segir Heiða Kristín. Hún bendir á að það sé nýbúið að móta stefnu um mannréttindi utangarðsfólks á vegum mannréttindaráðs. Þá muni hún sjálf leiða hóp sem fer af stað í haust við að halda áfram að móta stefnu í málum utangarðsmanna. Mikið hafi áunnist frá því að fyrri stefna var mótuð, en þá hafi fá úrræði verið í boði. Nú sé Reykjavíkurborg jafnframt að breyta einu af úrræðum sínum með það fyrir augum að þjónusta betur tvígreinda útigangsmenn sem glíma við geðsjúkdóma og fíkn. Þetta er Reykjavíkurborg að gera eitt sveitarfélaga. „Það er verið að gera allt sem hægt er, en mér finnst þetta mjög leiðinlegt mál sem ég sá þarna í fréttum í gær," segir Heiða Kristín. Hún segist hafa skilið fréttina þannig að umræddum öryggisverði hafi verið vikið úr starfi á meðan málið sé til skoðunar og hún treysti því að það sé í réttu ferli. Ekki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann velferðarráðs, vegna fréttarinnar. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
„Þetta er mjög leiðinlegt atvik, en einstakt mál geri ég ráð fyrir," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir sagði í gær frá myndbandi sem Grapevine birti af öryggisverði á Hlemmi sem gekk í skrokk á útigangsmanni sem hafðist þar við. Mikið hefur verið gert á Hlemmi til þess að reyna að koma í veg fyrir að fólk dvelji þar langtímum saman við óæskilega iðju, en sú spurning vaknar hvort nóg sé gert fyrir utangarðsfólk. Heiða Kristín telur að mikil vinna sé unnin. „Við erum með mikið af úrræðum, erum að setja á fót mjög gott tilraunaverkefni sem við köllum Borgarverði, þar sem við ætlum að vera í samstarfi við lögregluna og félagsráðgjafa," segir Heiða Kristín. Markmiðið með verkefninu er að reyna að aðstoða fólk sem kemur sér í vanda vegna stöðu sinnar. „Svo er gistiskýlið og Dagsetrið úti á Granda sem Hjálpræðisherinn rekur, kaffistofa Samhjálpar. Það er allsstaðar eitthvað opið og ekki lokað á neinn," segir Heiða Kristín. „Þetta er erfitt við að eiga en við erum sérstaklega núna á þessu kjörtímabilið búin að bæta í þessa þjónustu," segir Heiða Kristín. Hún bendir á að það sé nýbúið að móta stefnu um mannréttindi utangarðsfólks á vegum mannréttindaráðs. Þá muni hún sjálf leiða hóp sem fer af stað í haust við að halda áfram að móta stefnu í málum utangarðsmanna. Mikið hafi áunnist frá því að fyrri stefna var mótuð, en þá hafi fá úrræði verið í boði. Nú sé Reykjavíkurborg jafnframt að breyta einu af úrræðum sínum með það fyrir augum að þjónusta betur tvígreinda útigangsmenn sem glíma við geðsjúkdóma og fíkn. Þetta er Reykjavíkurborg að gera eitt sveitarfélaga. „Það er verið að gera allt sem hægt er, en mér finnst þetta mjög leiðinlegt mál sem ég sá þarna í fréttum í gær," segir Heiða Kristín. Hún segist hafa skilið fréttina þannig að umræddum öryggisverði hafi verið vikið úr starfi á meðan málið sé til skoðunar og hún treysti því að það sé í réttu ferli. Ekki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann velferðarráðs, vegna fréttarinnar.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira