Afskipti af tóbakssölu barna þyrnir í augum gar@frettabladid.is skrifar 20. nóvember 2012 06:00 verslun Heilbrigðiseftirlitið og verslunarmenn eru ekki samstíga í túlkun á lögum um aðkomu yngri en átján ára að sölu tóbaks.Fréttablaðið/Stefán Samtök verslunar og þjónustu saka Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðis um íþyngjandi og ólögmæt afskipti af afgreiðslustörfum þeirra sem eru yngri en átján ára í verslunum þar sem tóbak er selt. Í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins útskýrir lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, að einstaka verslanir hafi komið á því verklagi að í þeim tilvikum þar sem fólk yngri en átján ára sé við afgreiðslu sé tryggt að samtímis sé þar fullorðinn starfsmaður. „Grundvallast umrætt fyrirkomulag á því að þegar verslað er með tóbak, eða óskað eftir að kaupa tóbak, þá er ávallt kallaður til starfsmaður eldri en átján ára sem sér þá um að meðhöndla og afgreiða tóbak og að sama skapi tryggir sá fullorðni aðili að gengið sé úr skugga um að viðkomandi viðskiptavinur sé eldri en átján ára," segir í bréfi SVÞ. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis tók bréf SVÞ fyrir á síðasta fundi sínum. Þar var bókað að ásökun SVÞ um að heilbrigðisnefnd stundi lögbrot við störf sín væri grafalvarleg. „Í allra stystu máli snýst þetta um hvar ábyrgðin á tóbakssölu í verslun á að liggja og hvort varpa megi henni á barn, í tilvikum þegar unglingar eru í vinnu á afgreiðslukössum ákveðinna verslana. Aðstæður verða til þess að þeim er ætlað að koma inn í söluferli tóbaks, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Auðvelt er fyrir verslanir að leysa þessi mál og eru þau leyst víða," segir í bókun nefndarinnar. Meintur misbrestur á að fylgt sé ákvæðum laga um tóbaksvarnir þar sem unglingar vinna kom til kasta heilbrigðisráðuneytisins haustið 2008. Í umsögn sagði ráðuneytið óheimilt að aðrir en þeir sem orðnir séu átján ára kæmu að sölu tóbaks. „Engu breytir þar um þó svo eldri starfsmaður sé til staðar og aðeins kallaður að afgreiðsluborði í slíkum tilvikum. Það er skoðun ráðuneytisins að með aðgangi unglingsins að sölunni sé búið að afhenda honum vöruna til að hann geti selt hana. Aðrar óljósar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að salan fari fram skipta ekki máli í því sambandi," sagði í umsögninni sem lögð var fram á fyrrnefndum fundi hjá heilbrigðisnefndinni sem kvað ljóst að lítill vilji væri til þess hjá sumum verslunum að leysa málið í samræmi við lög og reglur. „Heilbrigðisnefnd mun því senda erindi Samtaka verslunar og þjónustu til velferðarráðuneytisins þar sem ljóst er að kveða þarf fastar að, eigi vilji löggjafans um vernd barna og unglinga að ná fram að ganga." Fréttir Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu saka Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðis um íþyngjandi og ólögmæt afskipti af afgreiðslustörfum þeirra sem eru yngri en átján ára í verslunum þar sem tóbak er selt. Í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins útskýrir lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, að einstaka verslanir hafi komið á því verklagi að í þeim tilvikum þar sem fólk yngri en átján ára sé við afgreiðslu sé tryggt að samtímis sé þar fullorðinn starfsmaður. „Grundvallast umrætt fyrirkomulag á því að þegar verslað er með tóbak, eða óskað eftir að kaupa tóbak, þá er ávallt kallaður til starfsmaður eldri en átján ára sem sér þá um að meðhöndla og afgreiða tóbak og að sama skapi tryggir sá fullorðni aðili að gengið sé úr skugga um að viðkomandi viðskiptavinur sé eldri en átján ára," segir í bréfi SVÞ. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis tók bréf SVÞ fyrir á síðasta fundi sínum. Þar var bókað að ásökun SVÞ um að heilbrigðisnefnd stundi lögbrot við störf sín væri grafalvarleg. „Í allra stystu máli snýst þetta um hvar ábyrgðin á tóbakssölu í verslun á að liggja og hvort varpa megi henni á barn, í tilvikum þegar unglingar eru í vinnu á afgreiðslukössum ákveðinna verslana. Aðstæður verða til þess að þeim er ætlað að koma inn í söluferli tóbaks, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Auðvelt er fyrir verslanir að leysa þessi mál og eru þau leyst víða," segir í bókun nefndarinnar. Meintur misbrestur á að fylgt sé ákvæðum laga um tóbaksvarnir þar sem unglingar vinna kom til kasta heilbrigðisráðuneytisins haustið 2008. Í umsögn sagði ráðuneytið óheimilt að aðrir en þeir sem orðnir séu átján ára kæmu að sölu tóbaks. „Engu breytir þar um þó svo eldri starfsmaður sé til staðar og aðeins kallaður að afgreiðsluborði í slíkum tilvikum. Það er skoðun ráðuneytisins að með aðgangi unglingsins að sölunni sé búið að afhenda honum vöruna til að hann geti selt hana. Aðrar óljósar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að salan fari fram skipta ekki máli í því sambandi," sagði í umsögninni sem lögð var fram á fyrrnefndum fundi hjá heilbrigðisnefndinni sem kvað ljóst að lítill vilji væri til þess hjá sumum verslunum að leysa málið í samræmi við lög og reglur. „Heilbrigðisnefnd mun því senda erindi Samtaka verslunar og þjónustu til velferðarráðuneytisins þar sem ljóst er að kveða þarf fastar að, eigi vilji löggjafans um vernd barna og unglinga að ná fram að ganga."
Fréttir Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira