Innlent

Snakkdeila á Suðurnesjum: Skemmdi bíl eftir rifrildi um snakk

Deilur tveggja rúmlega tvítugra karlmanna um snakk urðu til þess að skemmdir á bifreið voru tilkynntar til lögreglunnar á Suðurnesjum.

Mennirnir voru að bera á sólpall þegar annar vildi fá snakk hjá hinum sem neitaði. Þeir byrjuðu að ýta hvor í annan, þar til snakkeigandinn lagði á flótta og skvetti um leið orkudrykk á hinn.

Sá síðarnefndi fór þá að bíl í eigu móður snakkeigandans og sparkaði í hann, auk þess sem hann er sagður hafa barið í skottlok bifreiðarinnar og lamið með plastlista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×