Sveitarfélögum verði ekki skylt að greiða sumarleyfisferðir húsmæðra Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. janúar 2012 14:40 Húsmóðir með dóttur á strönd. mynd/ Getty. Bæjarráð Hafnarfjarðar telur það ekki vera í verkahring sveitarfélaga að greiða sumarleyfisferðir fyrir heimavinnandi húsmæður, eins og þeim er nú skylt að gera samkvæmt lögum. Umrædd lög um orlof húsmæðra eru frá árinu 1972 og telur bæjarráðið að þau séu úrelt og ekki í samræmi við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nútíma jafnréttissjónarmið og jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Engu að síður gekk bæjarráð Hafnarfjarðar að kröfu orlofsnefndar húsmæðra í Hafnarfirði sem tekin var til afgreiðslu á fundi bæjarráðsins þann 12. janúar síðastliðinn. Ríkisstyrkt húsmæðraorlof má rekja aftur til 1958 þegar sérstök fjárveiting var samþykkt vegna orlofs og sumardvalar húsmæðra frá barnmörgum heimilum. Hafði verið talað fyrir slíku fyrirkomulagi frá því 1944, en orlof fyrir almenna launþega var lögfest árið 1943. Það var svo árið 1960 sem lögfest voru lög um orlof húsmæðra, en tilgangur þeirra var að lögfesta viðurkenningu á þjóðfélagslegu mikilvægi ólaunaðra starfa og veita húsmæðrum orlofsréttindi líkt og launþegum. Lögin gerðu ráð fyrir því að ríkissjóður og sveitarfélög veittu fé til sérstakra orlofsnefnda sem síðar skipulegðu orlof húsmæðra og veldu þátttakendur í samræmi við lög um húsmæðraorlof. Bæjarráð Hafnarfjarðar segir að ekki megi gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafi haft fyrir þær konur sem þær hafi farið. „Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis," segir í tilkynningu frá bæjarráði. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bæjarráð Hafnarfjarðar telur það ekki vera í verkahring sveitarfélaga að greiða sumarleyfisferðir fyrir heimavinnandi húsmæður, eins og þeim er nú skylt að gera samkvæmt lögum. Umrædd lög um orlof húsmæðra eru frá árinu 1972 og telur bæjarráðið að þau séu úrelt og ekki í samræmi við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nútíma jafnréttissjónarmið og jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Engu að síður gekk bæjarráð Hafnarfjarðar að kröfu orlofsnefndar húsmæðra í Hafnarfirði sem tekin var til afgreiðslu á fundi bæjarráðsins þann 12. janúar síðastliðinn. Ríkisstyrkt húsmæðraorlof má rekja aftur til 1958 þegar sérstök fjárveiting var samþykkt vegna orlofs og sumardvalar húsmæðra frá barnmörgum heimilum. Hafði verið talað fyrir slíku fyrirkomulagi frá því 1944, en orlof fyrir almenna launþega var lögfest árið 1943. Það var svo árið 1960 sem lögfest voru lög um orlof húsmæðra, en tilgangur þeirra var að lögfesta viðurkenningu á þjóðfélagslegu mikilvægi ólaunaðra starfa og veita húsmæðrum orlofsréttindi líkt og launþegum. Lögin gerðu ráð fyrir því að ríkissjóður og sveitarfélög veittu fé til sérstakra orlofsnefnda sem síðar skipulegðu orlof húsmæðra og veldu þátttakendur í samræmi við lög um húsmæðraorlof. Bæjarráð Hafnarfjarðar segir að ekki megi gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafi haft fyrir þær konur sem þær hafi farið. „Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis," segir í tilkynningu frá bæjarráði.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira