Presturinn vill loka á Orkuveituna og grafa eigin skolplögn Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2012 13:00 Presturinn í Reykholti íhugar að leggja eigin skolp- og vatnsveitu fyrir kirkjuna þar sem megnið af sóknargjöldunum fari í að greiða vatns- og fráveitugjöld. Kirkjur eru undanþegnar fasteignagjöldum, sem dekkuðu áður vatns- og fráveitugjöld, en þegar borgin og Orkuveita Reykjavíkur í fjárhagsvandræðum sínum tóku upp á því í fyrra að rukka gjöldin sérstaklega sat Reykholtskirkja í súpunni. Séra Geir Waage sóknarprestur segir að heildarsóknargjaldatekjur Reykholtskirkju séu rúmar 1.400 þúsund krónur. Af þeim verði að ætla tæpa milljón í frárennslisgjald og vatnsgjald handa Orkuveitunni. „Við höfum beðið þá um að semja við okkur um eitthvað lægra því það sér hver maður að kirkjan stendur ekkert undir þessu. Þeir hafa vísað því erindi frá hingað til og telja sig ekki hafa neina heimild í lögum til að veita neina afslætti," segir Geir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Presturinn sér ekki annað ráð en það að ráðast í gerð eigin fráveitu í haust og rjúfa skolplögn kirkjunnar úr tengslum við lögn Orkuveitunnar. Þá gæti farið svo að kirkjan sæki sjálf sitt kalda vatn. Hann segir að kirkjan hafi mátt þola ýmislegt frá stjórnvöldum. „Það var miklu harðar gengið gegn kirkjunni en öðrum opinberum stofnunum í skerðingum," segir Geir. „Við erum vanir þessu. Við erum vanir því að gera samkomulag við ríkisvaldið, - og það er haldið svona um hríð. En svo þegar árar eins og árað hefur í samfélaginu núna þá er náttúrlega mjög auðvelt að ganga að kirkjunni." Að tveir þriðju tekna safnaðarins fari í vatns- og fráveitugjald sé komið út yfir öll mörk. Það þurfi einnig að kaupa hluti til viðhalds og annars slíks. „Við höfum ekki peninga til þess. Það eru engir peningar eftir hjá kirkjunni. Hvergi. Allra síst út um sveitirnar þar sem fámennið veldur mjög lágum sóknargjöldum." Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Presturinn í Reykholti íhugar að leggja eigin skolp- og vatnsveitu fyrir kirkjuna þar sem megnið af sóknargjöldunum fari í að greiða vatns- og fráveitugjöld. Kirkjur eru undanþegnar fasteignagjöldum, sem dekkuðu áður vatns- og fráveitugjöld, en þegar borgin og Orkuveita Reykjavíkur í fjárhagsvandræðum sínum tóku upp á því í fyrra að rukka gjöldin sérstaklega sat Reykholtskirkja í súpunni. Séra Geir Waage sóknarprestur segir að heildarsóknargjaldatekjur Reykholtskirkju séu rúmar 1.400 þúsund krónur. Af þeim verði að ætla tæpa milljón í frárennslisgjald og vatnsgjald handa Orkuveitunni. „Við höfum beðið þá um að semja við okkur um eitthvað lægra því það sér hver maður að kirkjan stendur ekkert undir þessu. Þeir hafa vísað því erindi frá hingað til og telja sig ekki hafa neina heimild í lögum til að veita neina afslætti," segir Geir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Presturinn sér ekki annað ráð en það að ráðast í gerð eigin fráveitu í haust og rjúfa skolplögn kirkjunnar úr tengslum við lögn Orkuveitunnar. Þá gæti farið svo að kirkjan sæki sjálf sitt kalda vatn. Hann segir að kirkjan hafi mátt þola ýmislegt frá stjórnvöldum. „Það var miklu harðar gengið gegn kirkjunni en öðrum opinberum stofnunum í skerðingum," segir Geir. „Við erum vanir þessu. Við erum vanir því að gera samkomulag við ríkisvaldið, - og það er haldið svona um hríð. En svo þegar árar eins og árað hefur í samfélaginu núna þá er náttúrlega mjög auðvelt að ganga að kirkjunni." Að tveir þriðju tekna safnaðarins fari í vatns- og fráveitugjald sé komið út yfir öll mörk. Það þurfi einnig að kaupa hluti til viðhalds og annars slíks. „Við höfum ekki peninga til þess. Það eru engir peningar eftir hjá kirkjunni. Hvergi. Allra síst út um sveitirnar þar sem fámennið veldur mjög lágum sóknargjöldum."
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira