Innlent

Cruise grillaði pylsur í eldfjallagíg

BBI skrifar
Connor á kafi í Silfru. Að eigin sögn skipaði leiðbeinandi hans honum að vera á hvolfi þegar myndin var tekin.
Connor á kafi í Silfru. Að eigin sögn skipaði leiðbeinandi hans honum að vera á hvolfi þegar myndin var tekin. Mynd/Twittersíða Connor
Sonur Tom Cruise skemmtir sér stórkostlega á Íslandi og virðist elska land og þjóð. Á þriðjudaginn grillaði hann pylsur ofan í eldfjallagíg. Hann er búinn að kafa í Silfru, fara í jöklaferðir og nú síðast fór hann í river rafting.

Connor Cruise er búinn að vera virkur á Twitter síðan hann kom til landsins. 21. júní heilsaði hann landi og þjóð með einfaldri færslu: Iceland!!

Síðan þá hefur hann birt fjölda mynda á síðu sinni og síendurtekið sagst elska landið.

Í gær skrifaði hann: Þetta er svo fallegt! Ég grillaði pylsur ofan á virku eldfjalli! Það var magnað. Sömuleiðis skrifaði hann: Ísland er nýja heimilið mitt. Ég elska það!

Óhætt virðist að draga þá ályktun af færslum hans að Tom Cruise hafi verið meðferðis í grillferðinni, enda sagði Connor í annarri færslu: Ég er á Íslandi og skemmti mér konunglega með fjölskyldu minni.

Fjölskyldan ferðast þessa dagana um landið, en Tom Cruise er hér við tökur á myndinni Oblivion. Fjölskyldan heldur af landi brott þann 6. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×