Í tilefni af sjötíu ára afmæli Akraneskaupstaðar setur bærinn átta milljónir króna í sjóð vegna endurnýjunar sýningarbúnaðar Bíóhallarinnar. Heildarkostnaður er áætlaður 17 til 19 milljónir. Bærinn verður bakhjarl og hefur umsjón með sjóðnum. Efna á til söfnunarátaks, meðal annars með styrktartónleikum. Með endurnýjun sýningarbúnaðarins eiga til dæmis að opnast möguleikar til beinna útsendinga frá menningar- og íþróttaviðburðum. - gar
Safnað fyrir sýningarbúnaði
