Innlent

Samningur við 5 sveitarfélög

Jóhanna Einarsdóttir, forstöðumaður RannUng, og bæjarstjórarnir í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi skrifuðu undir samninginn á fimmtudag.
Jóhanna Einarsdóttir, forstöðumaður RannUng, og bæjarstjórarnir í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi skrifuðu undir samninginn á fimmtudag.
Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng) hefur gert starfssamning við fimm sveitarfélög til að auka þekkingu og gæði á leikskólastarfi. Sveitarfélögin eru Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Samningurinn er til þriggja ára og verður fyrsta rannsóknin um tengsl leiks við námssvið aðalnámskrár leikskóla frá árinu 2011. Starfendarannsókn og þróunarvinna verður unnin í fimm leikskólum, einum í hverju sveitarfélagi, árin 2012 til 2014.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×