Innlent

Tuttugu norsk loðnuskip á miðunum

Tuttugu norsk loðnuskip eru nú komin á miðin austur af landinu og nokkur eru á heimleið með fullfermi.

Þau veiða öll með nót, en íslensku skipin , sem veiða í flottroll, eru nokkru norðar en norsku skipin og er nóg af loðnu þar á all stóru svæði, að sögn skipstjórnarmanna.

Það er helst að illviðri hafi truflað veiðarnar. Það sem af er vertíðinni hefur mestu verið landað í Neskaupstað, á Vopnafirði og á Þórshöfn. Veður fer nu batnandi á loðnumiðunum eftir brælu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×