Innlent

Stálu töluverðu af fartölvum

Brotist var inn í lager við raftækjaverslun í Garðabæ í nótt og þaðan stolið mörgum nýjum fartölvum, sem eru í umbúðunum.

Lögregla og eigendur eru nú að fara nákvæmlega yfir umfang málsins, en þjófarnir litu ekki við öðrum vörum á lagernum.

Þjófurinn eða þjófarnir eru ófundnir og beinist ekki grunur að neinum sérstökum, á þessu stigi málsins. Andvirði þýfisins hleypur á mörg hundruð þúsundum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×