Áhrif frá klúbbatónlist 30. ágúst 2012 16:00 the xx Frá vinstri: Jamie Smith, Romy Madley Croft og Oliver Sim.nordicphotos/Getty Önnur plata ensku poppsveitarinnar The xx kemur út 10. september. Eftirvæntingarnar eru miklar enda hlaut frumburðurinn mjög góðar undirtektir. Þrjú ár eru liðin síðan enska poppsveitin The xx sló í gegn með lágstemmdum en grípandi frumburði sínum. Hann lenti ofarlega á mörgum árslistum það árið, þar á meðal í níunda sæti hjá Rolling Stone og öðru hér á Fréttablaðinu. Árið eftir hlaut The xx hin virtu Mercury-tónlistarverðlaun í Bretlandi fyrir plötuna. Eftirvæntingin eftir nýju efni frá The xx er því mikil og verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig viðbrögðin við Coexist verða. Til að fylgja eftir síðustu plötu ferðaðist The xx til Bandaríkjanna, Japans, Ástralíu og um Evrópu og spilaði við góðar undirtektir. Meðlimirnir, þau Romy Madley Croft, Oliver Sim og Jamie Smith, sáu varla heimili sín allt árið 2010. Þegar þau sneru aftur endurnýjuðu þau kynnin við fjölskyldur og vini sína og reyndu að ná áttum. Smith var mest áberandi meðlimur The xx á síðasta ári. Hann spilaði víða sem plötusnúður og þróaði sig áfram sem upptökustjóri. Hann endurhljóðblandaði lag Adele, Rolling in the Deep, og endurhljóðblandaði plötu bandaríska tónlistarmannsins Gil Scott Heron, I"m New Here, og kallaði hana We"re New Here. Einnig gaf hann út sína fyrstu sólósmáskífu, Far Nearer, og var upptökustjóri í lagi rapparans Drake, Take Care. Að þessari vinnutörn lokinni hófust upptökur á nýju plötunni, Coexist. Hún er að sögn Smith undir áhrifum frá klúbbasenunni sem hljómsveitin missti af á sínum tíma, auk þess sem áhrif frá nýbylgjutónlist, Bristol-hljóminum í kringum 1995 og r&b eru enn fyrir hendi. „Hugmyndin sem ég var með í kollinum þegar við byrjuðum að semja plötuna var ekki rétt því ég var búinn að semja tónlist fyrir Drake, sjálfan mig og annað fólk, og hafði gleymt hvernig var að vinna með hinum tveimur í hljómsveitinni. Það er allt öðruvísi vegna þess að við erum svo náin," sagði Smith um Coexist. „Að vinna saman sem fullorðnir einstaklingar var mjög krefjandi. Það hafði mest áhrif á gerð plötunnar. Við þurftum að finna jafnvægi." freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Önnur plata ensku poppsveitarinnar The xx kemur út 10. september. Eftirvæntingarnar eru miklar enda hlaut frumburðurinn mjög góðar undirtektir. Þrjú ár eru liðin síðan enska poppsveitin The xx sló í gegn með lágstemmdum en grípandi frumburði sínum. Hann lenti ofarlega á mörgum árslistum það árið, þar á meðal í níunda sæti hjá Rolling Stone og öðru hér á Fréttablaðinu. Árið eftir hlaut The xx hin virtu Mercury-tónlistarverðlaun í Bretlandi fyrir plötuna. Eftirvæntingin eftir nýju efni frá The xx er því mikil og verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig viðbrögðin við Coexist verða. Til að fylgja eftir síðustu plötu ferðaðist The xx til Bandaríkjanna, Japans, Ástralíu og um Evrópu og spilaði við góðar undirtektir. Meðlimirnir, þau Romy Madley Croft, Oliver Sim og Jamie Smith, sáu varla heimili sín allt árið 2010. Þegar þau sneru aftur endurnýjuðu þau kynnin við fjölskyldur og vini sína og reyndu að ná áttum. Smith var mest áberandi meðlimur The xx á síðasta ári. Hann spilaði víða sem plötusnúður og þróaði sig áfram sem upptökustjóri. Hann endurhljóðblandaði lag Adele, Rolling in the Deep, og endurhljóðblandaði plötu bandaríska tónlistarmannsins Gil Scott Heron, I"m New Here, og kallaði hana We"re New Here. Einnig gaf hann út sína fyrstu sólósmáskífu, Far Nearer, og var upptökustjóri í lagi rapparans Drake, Take Care. Að þessari vinnutörn lokinni hófust upptökur á nýju plötunni, Coexist. Hún er að sögn Smith undir áhrifum frá klúbbasenunni sem hljómsveitin missti af á sínum tíma, auk þess sem áhrif frá nýbylgjutónlist, Bristol-hljóminum í kringum 1995 og r&b eru enn fyrir hendi. „Hugmyndin sem ég var með í kollinum þegar við byrjuðum að semja plötuna var ekki rétt því ég var búinn að semja tónlist fyrir Drake, sjálfan mig og annað fólk, og hafði gleymt hvernig var að vinna með hinum tveimur í hljómsveitinni. Það er allt öðruvísi vegna þess að við erum svo náin," sagði Smith um Coexist. „Að vinna saman sem fullorðnir einstaklingar var mjög krefjandi. Það hafði mest áhrif á gerð plötunnar. Við þurftum að finna jafnvægi." freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira