Nýjungagjarnir rokkarar 27. september 2012 10:00 forsprakki Matt Bellamy er forsprakki ensku hljómsveitarinnar Muse.nordicphotos/Getty Sjötta hljóðversplata Muse heitir 2nd Law og kemur út eftir helgi. Þar blanda Matt Bellamy og félagar saman hinum ýmsu tónlistarstefnum í eina stóra epík. Upptökur á sjöttu hljóðversplötu enska rokktríósins Muse hófust í London í september í fyrra. Eins og á þeirri síðustu, The Resistance sem kom út 2009, sáu Matt Bellamy og félagar sjálfir um upptökustjórn. The Resistance vakti mikla lukku víða um heim og fór á toppinn í nítján löndum, þar á meðal í Bretlandi, en þriðja sætið varð hlutskiptið í Bandaríkjunum. Á Grammy-verðlaunahátíðinni þar í landi var hún jafnframt valin besta rokkplatan. Marga aðdáendur Muse rak í rogastans þegar þeir heyrðu fyrsta lagið af 2nd Law á netinu, Unsustainable, þar sem dubstep-áhrif voru mikil. Lagið er samt ekki lýsandi fyrir plötuna því alls konar straumar og stefnur einkenna hana án þess þó að Muse-hljómurinn hverfi nokkurn tímann sjónum. Fyrsta smáskífulagið, Madness, hafði reyndar að geyma smá dubstep-bassa en minnti annars óneitanlega mikið á Queen. Muse hefur einmitt iðulega verið líkt við þá vinsælu sveit. Á 2nd Law er einnig hið epíska Survival, sem var opinbert lag Ólympíuleikanna sem voru haldnir í London í sumar. Sjálfur hefur Bellamy látið hafa eftir sér að á plötunni sé að finna elektrópopp, hefðbundið rokk og sinfóníutónlist. Í raun hljómi hún eins og þrjár mismunandi hljómsveitir séu að spila á henni ef ekki væri fyrir röddina hans. Einnig segir hann nýjungagirni einkenna Muse og að meðlimir hennar séu ófeimnir við að víkka út sjóndeildarhringinn með hverri plötunni. Fleira athyglisvert við 2nd Law er að tvö lög eru alfarið eftir bassaleikarann Chris Wolstenholm og syngur hann þau bæði, auk þess sem hjartsláttur úr ófæddum syni Bellamy er saumaður inn í lagið Follow Me. Söngvarinn tók upp hjartsláttinn með iPhone-síma rétt áður en unnusta hans, leikkonan Kate Hudson, ól soninn. Muse fylgir 2nd Law eftir með tónleikaferð um Evrópu sem hefst í London á sunnudaginn og lýkur í desember. Þegar er uppselt á tónleika sveitarinnar í Ósló 5. desember en sveitin stígur í framhaldinu á svið í Svíþjóð og Finnlandi. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Sjötta hljóðversplata Muse heitir 2nd Law og kemur út eftir helgi. Þar blanda Matt Bellamy og félagar saman hinum ýmsu tónlistarstefnum í eina stóra epík. Upptökur á sjöttu hljóðversplötu enska rokktríósins Muse hófust í London í september í fyrra. Eins og á þeirri síðustu, The Resistance sem kom út 2009, sáu Matt Bellamy og félagar sjálfir um upptökustjórn. The Resistance vakti mikla lukku víða um heim og fór á toppinn í nítján löndum, þar á meðal í Bretlandi, en þriðja sætið varð hlutskiptið í Bandaríkjunum. Á Grammy-verðlaunahátíðinni þar í landi var hún jafnframt valin besta rokkplatan. Marga aðdáendur Muse rak í rogastans þegar þeir heyrðu fyrsta lagið af 2nd Law á netinu, Unsustainable, þar sem dubstep-áhrif voru mikil. Lagið er samt ekki lýsandi fyrir plötuna því alls konar straumar og stefnur einkenna hana án þess þó að Muse-hljómurinn hverfi nokkurn tímann sjónum. Fyrsta smáskífulagið, Madness, hafði reyndar að geyma smá dubstep-bassa en minnti annars óneitanlega mikið á Queen. Muse hefur einmitt iðulega verið líkt við þá vinsælu sveit. Á 2nd Law er einnig hið epíska Survival, sem var opinbert lag Ólympíuleikanna sem voru haldnir í London í sumar. Sjálfur hefur Bellamy látið hafa eftir sér að á plötunni sé að finna elektrópopp, hefðbundið rokk og sinfóníutónlist. Í raun hljómi hún eins og þrjár mismunandi hljómsveitir séu að spila á henni ef ekki væri fyrir röddina hans. Einnig segir hann nýjungagirni einkenna Muse og að meðlimir hennar séu ófeimnir við að víkka út sjóndeildarhringinn með hverri plötunni. Fleira athyglisvert við 2nd Law er að tvö lög eru alfarið eftir bassaleikarann Chris Wolstenholm og syngur hann þau bæði, auk þess sem hjartsláttur úr ófæddum syni Bellamy er saumaður inn í lagið Follow Me. Söngvarinn tók upp hjartsláttinn með iPhone-síma rétt áður en unnusta hans, leikkonan Kate Hudson, ól soninn. Muse fylgir 2nd Law eftir með tónleikaferð um Evrópu sem hefst í London á sunnudaginn og lýkur í desember. Þegar er uppselt á tónleika sveitarinnar í Ósló 5. desember en sveitin stígur í framhaldinu á svið í Svíþjóð og Finnlandi. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira