Jóhanna hættir: "Tilhugsunin er góð“ 27. september 2012 19:00 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem hefur helgað sig stjórnmálum helming ævi sinnar, ætlar að hætta í stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þorbjörn Þórðarson ræddi við Jóhönnu á sjötta tímanum í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur setið á Alþingi frá árinu 1978. Að loknu þessu kjörtímabili hefur hún því verið þingmaður í 35 ár. Eitt af mestu afrekum Jóhönnu í stjórnmálum er að hafa orðið forsætisráðherra fyrstu hreinu félagshyggju- og jafnaðarmannastjórnarinnar á lýðveldistímanum eftir kosningar vorið 2009. Jóhanna segir bréfi sem hún sendi flokksmönnum í dag að allt hafi sinn tíma, líka hennar tími sem sé orðinn langur og viðburðarríkur. Að loknu þessu kjörtímabili hafi hún því ákveðið að láta af þáttöku í stjórnmálum. Þegar Jóhanna er spurð út í fræg ummæli sín um að hennar tími mun koma, og hvort hann sé nú liðinn, svarar Jóhanna: „Allt hefur sinn tíma, líka minn tími í pólitík og minn tími hefir verið langur." Jóhanna segist hafa ætlað að hætta að loknu kjörtímabilinu sem hófst 2007. Síðan hafi örlögin gripið í taumana en það voru eindregin tilmæli flokksmanna og þáverandi forystu Samfylkingarinnar að hún leiddi flokkinn í kosningum 2009. Að loknum kosningum varð Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkur landsins, mælt í fjölda þingmanna, en flokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna þá um vorið. Spurð hvað það sé sem hún sé stoltust af á ferli sínum, svarar Jóhanna því til að það sé árangur ríkisstjórnarinnar eftir hrunið. Jóhanna, sem klárar þetta kjörtímabil, ætlar að einbeita sér að því næstu sjö mánuði að klára stór mál eins og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, rammaáætlun um orkunýtingu og stjórnarskrármálið. En finnst henni óþægilegt að hætta eftir svo langan tíma í stjórnmálum? Jóhanna segist hafa íhugað það vel og lengi. „En ég verð að segja að tilhugsunin er góð," segir hún. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem hefur helgað sig stjórnmálum helming ævi sinnar, ætlar að hætta í stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þorbjörn Þórðarson ræddi við Jóhönnu á sjötta tímanum í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur setið á Alþingi frá árinu 1978. Að loknu þessu kjörtímabili hefur hún því verið þingmaður í 35 ár. Eitt af mestu afrekum Jóhönnu í stjórnmálum er að hafa orðið forsætisráðherra fyrstu hreinu félagshyggju- og jafnaðarmannastjórnarinnar á lýðveldistímanum eftir kosningar vorið 2009. Jóhanna segir bréfi sem hún sendi flokksmönnum í dag að allt hafi sinn tíma, líka hennar tími sem sé orðinn langur og viðburðarríkur. Að loknu þessu kjörtímabili hafi hún því ákveðið að láta af þáttöku í stjórnmálum. Þegar Jóhanna er spurð út í fræg ummæli sín um að hennar tími mun koma, og hvort hann sé nú liðinn, svarar Jóhanna: „Allt hefur sinn tíma, líka minn tími í pólitík og minn tími hefir verið langur." Jóhanna segist hafa ætlað að hætta að loknu kjörtímabilinu sem hófst 2007. Síðan hafi örlögin gripið í taumana en það voru eindregin tilmæli flokksmanna og þáverandi forystu Samfylkingarinnar að hún leiddi flokkinn í kosningum 2009. Að loknum kosningum varð Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkur landsins, mælt í fjölda þingmanna, en flokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna þá um vorið. Spurð hvað það sé sem hún sé stoltust af á ferli sínum, svarar Jóhanna því til að það sé árangur ríkisstjórnarinnar eftir hrunið. Jóhanna, sem klárar þetta kjörtímabil, ætlar að einbeita sér að því næstu sjö mánuði að klára stór mál eins og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, rammaáætlun um orkunýtingu og stjórnarskrármálið. En finnst henni óþægilegt að hætta eftir svo langan tíma í stjórnmálum? Jóhanna segist hafa íhugað það vel og lengi. „En ég verð að segja að tilhugsunin er góð," segir hún.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira