Innlent

Aldrei fleiri Erasmus-nemar

Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Erasmus-háskólaáætlun ESB en í ár. Nemum á Íslandi fjölgar einnig ár frá ári.
Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Erasmus-háskólaáætlun ESB en í ár. Nemum á Íslandi fjölgar einnig ár frá ári. Fréttablaðið/Heiða
Meira en 230 þúsund manns nýttu sér Eramus, háskólaáætlun Evrópusambandsins, á síðasta skólaári, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn ESB segir að þátttakendum hafi fjölgað um 8,5% milli ára.

Erasmus stendur til boða í 33 Evrópuríkjum og er ætlað að stuðla að auknu samstarfi meðal háskóla í Evrópu og styrkir ýmiss konar verkefni, svo sem stúdenta og kennaraskipti, námsferðir starfsfólks háskóla og fólks í atvinnulífinu, sameiginlegt námskeiðahald, og fleira.

Í kringum 200 íslenskir nemar hafa farið utan á vegum Erasm-us ár hvert, en talsvert fleiri erlendir Erasmus-stúdentar koma hingað til lands og hefur fjölgað mikið. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×