"Harkalegur dómur“ yfir alsírskum drengjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2012 12:00 Héraðsdómur Reykjaness. Dómarinn í málinu var að fylgja dómafordæmum þegar hann dæmdi drengina í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi, en umdeilt þykir að hann hafi ekki tekið sérstakt tillit til ungs aldurs drengjanna. Ekki hefur tekist að staðreyna með öruggum hætti réttan aldur tveggja alsírskra drengja sem dæmdir voru í óskilorðsbundið fangelsi fyrir fölsuð vegabréf. Dómur yfir þeim er býsna harkalegur að mati dósents við lagadeild Háskóla Íslands. Hinn 30. júní síðastliðinn voru tveir alsírskir drengir, 15 og 16 ára gamlir, dæmdir í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að vegabréfafölsun, en drengirnir komu hingað til lands hinn 25. apríl. Drengirnir eru báðir sakhæfir samkvæmt hegningarlögum, en sakhæfisaldur er 15 ár. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu, hefur gagnrýnt dóminn en hann lét hafa eftir sér í kvöldfréttum Rúv í gær að hann efaðist um að íslensk ungmenni á þessum aldrei hefðu verið dæmd í óskilorðsbundið fangelsi. Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild HÍ og einn helsti sérfræðingur landsins í réttindum barnsins segir í samtali við fréttastofu að um „býsna harkalegan dóm" sé að ræða, sér í lagi ef drengirnir hafi komið hingað til lands í þeim tilgangi að leita sér hælis. Hins vegar sé fölsun á vegabréfi brot sérstaks eðlis. Eðlilega hafi íslensk ungmenni aldrei verið dæmd fyrir slíkt brot hér á landi og skoða verði málið í því ljósi. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. um meðferð sakamála og það dómtekið án frekari sönnunarfærslu þar sem drengirnir tveir játuðu brot sín skýlaust. Drengirnir voru í fangelsi í Keflavík í þrjá sólarhringa eftir að dómur féll og áður en Barnaverndarstofa og Fangelsismálastofnun gripu inn í málið og komu þeim fyrir á viðeigandi stofnunum. Að sögn Páls Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar er annar drengurinn á fósturheimili en hinn á FIT-hostel í Reykjanesbæ. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekki tekist að sannreyna aldur drengjanna, þannig að hann sé yfir fullkominn vafa hafinn, þar sem þeir voru ekki með nein lögleg skilríki, en það var mat fulltrúa Barnaverndarstofu eftir samtöl við drengina að þeir væru á þessum aldri. Annar drengurinn talar ekki stakt orð í ensku og hinn aðeins hrafl í málinu. Velta má fyrir sér hvernig hafi tekist að dæma í máli þeirra þar sem vafi var á hversu gamlir þeir væru, en í dómsniðurstöðu kemur fram að drengirnir séu fæddir 1995 og 1996. Því virðist slegið föstu að þetta sé réttur aldur þeirra. Vegabréfafafalsanir eru býsna algeng brot, en dómafordæmi frá Hæstarétti eru á þann veg að brotið varði 30 daga fangelsi og að það skuli vera óskilorðsbundið. „Samkvæmt dómaframkvæmd þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í einn mánuð. Með vísan til eðlis brotsins og hliðsjón af almennum varnaðaráhrifum refsinga eru ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna," segir í dómsorði í máli alsírsku drengjanna. Hins vegar þykir umdeilt að ekki hafi verið sérstakt tillit tekið til ungs aldurs drengjanna, þótt þeir séu sakhæfir. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Ekki hefur tekist að staðreyna með öruggum hætti réttan aldur tveggja alsírskra drengja sem dæmdir voru í óskilorðsbundið fangelsi fyrir fölsuð vegabréf. Dómur yfir þeim er býsna harkalegur að mati dósents við lagadeild Háskóla Íslands. Hinn 30. júní síðastliðinn voru tveir alsírskir drengir, 15 og 16 ára gamlir, dæmdir í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að vegabréfafölsun, en drengirnir komu hingað til lands hinn 25. apríl. Drengirnir eru báðir sakhæfir samkvæmt hegningarlögum, en sakhæfisaldur er 15 ár. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu, hefur gagnrýnt dóminn en hann lét hafa eftir sér í kvöldfréttum Rúv í gær að hann efaðist um að íslensk ungmenni á þessum aldrei hefðu verið dæmd í óskilorðsbundið fangelsi. Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild HÍ og einn helsti sérfræðingur landsins í réttindum barnsins segir í samtali við fréttastofu að um „býsna harkalegan dóm" sé að ræða, sér í lagi ef drengirnir hafi komið hingað til lands í þeim tilgangi að leita sér hælis. Hins vegar sé fölsun á vegabréfi brot sérstaks eðlis. Eðlilega hafi íslensk ungmenni aldrei verið dæmd fyrir slíkt brot hér á landi og skoða verði málið í því ljósi. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. um meðferð sakamála og það dómtekið án frekari sönnunarfærslu þar sem drengirnir tveir játuðu brot sín skýlaust. Drengirnir voru í fangelsi í Keflavík í þrjá sólarhringa eftir að dómur féll og áður en Barnaverndarstofa og Fangelsismálastofnun gripu inn í málið og komu þeim fyrir á viðeigandi stofnunum. Að sögn Páls Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar er annar drengurinn á fósturheimili en hinn á FIT-hostel í Reykjanesbæ. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekki tekist að sannreyna aldur drengjanna, þannig að hann sé yfir fullkominn vafa hafinn, þar sem þeir voru ekki með nein lögleg skilríki, en það var mat fulltrúa Barnaverndarstofu eftir samtöl við drengina að þeir væru á þessum aldri. Annar drengurinn talar ekki stakt orð í ensku og hinn aðeins hrafl í málinu. Velta má fyrir sér hvernig hafi tekist að dæma í máli þeirra þar sem vafi var á hversu gamlir þeir væru, en í dómsniðurstöðu kemur fram að drengirnir séu fæddir 1995 og 1996. Því virðist slegið föstu að þetta sé réttur aldur þeirra. Vegabréfafafalsanir eru býsna algeng brot, en dómafordæmi frá Hæstarétti eru á þann veg að brotið varði 30 daga fangelsi og að það skuli vera óskilorðsbundið. „Samkvæmt dómaframkvæmd þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í einn mánuð. Með vísan til eðlis brotsins og hliðsjón af almennum varnaðaráhrifum refsinga eru ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna," segir í dómsorði í máli alsírsku drengjanna. Hins vegar þykir umdeilt að ekki hafi verið sérstakt tillit tekið til ungs aldurs drengjanna, þótt þeir séu sakhæfir. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira