Innlent

Geimferðaráætlun CCP í beinni útsendingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hylkið sveif af stað frá Reykjavík í hádeginu.
Hylkið sveif af stað frá Reykjavík í hádeginu.
Nú á hádegi voru fyrstu skref tekin í Skyward Sphere, geimferðaráætlun CCP í raunheimum. Hylki með nöfnum yfir 350 þúsund EVE Online spilara var sent í loftið með viðhöfn frá Reykjavíkurhöfn - í beinni útsendingu á netinu, í samvinnu við Símann.

Áætlanir gera ráð fyrir að hylkið muni ná allt 100 þúsund feta hæð. Um borð eru þrjár myndavélar og ýmis mælitæki sem munu senda allt sem fram fer til höfuðstöðva CCP. Landhelgisgæsla Íslands mun, við hefðbundið eftirlit klukkan hálfþrjú, fylgjast með þegar farið kemur aftur niður til jarðar.

Á þessari síðu má fylgjast með ferðum hylkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×