Innlent

Ljótt einelti á Selfossi - tróðu hundaskít í úlpuvasa drengs

Andstyggilegt einelti. Tróðu hundaskít í úlpuvasa tíu ára gamals drengs.
Andstyggilegt einelti. Tróðu hundaskít í úlpuvasa tíu ára gamals drengs. Mynd/dfs.is
Móðir 10 ára nemenda í skóla á Selfossi hafði samband við sunnlenska fréttavefinn DFS og sagðist hafa verið mjög brugðið þegar hún sótti son sinn í skólann í hádeginu í gær.

Strákurinn var grátandi og alveg miður sín því hundaskít hafði verið troðið ofan í vasann innan í úlpu stráksins. Strákurinn hefur átt erfitt í skólanum og orðið fyrir einelti samkvæmt frétt DFS, og þessi atburður er greinilega liður í því segir móðirin, sem vill ekki koma fram undir nafni til að vernda son sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×