Vantar fleiri hunda fyrir blinda á Íslandi 6. janúar 2012 06:00 „Hundarnir sem passa best í þetta hlutverk eru geðgóðir, traustir og skynsamir,“ segir Drífa Gestsdóttir.fréttablaðið/gva Hundaþjálfarinn Drífa Gestsdóttir þjálfar nú fjóra leiðsöguhunda sem fá það hlutverk, uppfylli þeir kröfur, að leiða lögblinda notendur. Drífa starfar fyrir þjónustu- og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Á landinu eru nú aðeins fimm leiðsöguhundar og brýn þörf fyrir fleiri. Hundarnir, sem eru „í skóla“ hjá Drífu, eiga því eftir að koma að góðum notum og auðvelda líf verðandi notenda sinna til mikilla muna. Drífa hóf störf hjá Blindrafélaginu þegar fjórir af þeim fimm hundum sem nú vinna með blindum komu frá Noregi hingað til lands fyrir þremur og hálfu ári. Hún segir að með komu þeirra hafi í raun orðið vakning að því leytinu til að fólk hafi áttað sig á hversu gagnlegir leiðsöguhundar geta verið. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostaði rúmar sjö milljónir króna fyrir þremur til fjórum árum þegar hann var fluttur inn frá Noregi. Hundarnir sem Drífa þjálfar nú eru allir hreinræktaðir og fæddir hér á landi. „Þegar hvolpur kemur til mín sé ég um að hann fái öruggt og gott uppeldi,“ lýsir Drífa þjálfuninni. „Umhverfisþjálfun er mikilvæg. Ég er með hundinn innan um margt fólk. Hann lærir strax að heilsa hvorki ókunnugum né öðrum hundum. Í leik má ekki venja hann á að elta bolta, leita hluta eða rekja slóðir. Athyglin á einungis að vera bundin við notandann.“ Þjálfun hundanna við að leiða mann upp tröppur, fram hjá grindverkum, inn í lyftur og fleira á þeim nótum fer þannig fram að þjálfarinn stoppar til dæmis alltaf við tröppur. Þetta kemst fljótlega upp í vana hjá hundinum og hann fer að taka frumkvæðið með tilheyrandi hrósi. Þá er hundurinn alltaf vinstra megin við þann sem hann leiðir. Hundinum er kennt að þegar hann er með leiðsöguhundabeislið á sér er hann tveir metrar á hæð og tveir metrar á breidd. Maður og hundur eru þjálfaðir saman og áhersla lögð á tilteknar gönguleiðir. jss@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Hundaþjálfarinn Drífa Gestsdóttir þjálfar nú fjóra leiðsöguhunda sem fá það hlutverk, uppfylli þeir kröfur, að leiða lögblinda notendur. Drífa starfar fyrir þjónustu- og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Á landinu eru nú aðeins fimm leiðsöguhundar og brýn þörf fyrir fleiri. Hundarnir, sem eru „í skóla“ hjá Drífu, eiga því eftir að koma að góðum notum og auðvelda líf verðandi notenda sinna til mikilla muna. Drífa hóf störf hjá Blindrafélaginu þegar fjórir af þeim fimm hundum sem nú vinna með blindum komu frá Noregi hingað til lands fyrir þremur og hálfu ári. Hún segir að með komu þeirra hafi í raun orðið vakning að því leytinu til að fólk hafi áttað sig á hversu gagnlegir leiðsöguhundar geta verið. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostaði rúmar sjö milljónir króna fyrir þremur til fjórum árum þegar hann var fluttur inn frá Noregi. Hundarnir sem Drífa þjálfar nú eru allir hreinræktaðir og fæddir hér á landi. „Þegar hvolpur kemur til mín sé ég um að hann fái öruggt og gott uppeldi,“ lýsir Drífa þjálfuninni. „Umhverfisþjálfun er mikilvæg. Ég er með hundinn innan um margt fólk. Hann lærir strax að heilsa hvorki ókunnugum né öðrum hundum. Í leik má ekki venja hann á að elta bolta, leita hluta eða rekja slóðir. Athyglin á einungis að vera bundin við notandann.“ Þjálfun hundanna við að leiða mann upp tröppur, fram hjá grindverkum, inn í lyftur og fleira á þeim nótum fer þannig fram að þjálfarinn stoppar til dæmis alltaf við tröppur. Þetta kemst fljótlega upp í vana hjá hundinum og hann fer að taka frumkvæðið með tilheyrandi hrósi. Þá er hundurinn alltaf vinstra megin við þann sem hann leiðir. Hundinum er kennt að þegar hann er með leiðsöguhundabeislið á sér er hann tveir metrar á hæð og tveir metrar á breidd. Maður og hundur eru þjálfaðir saman og áhersla lögð á tilteknar gönguleiðir. jss@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira