Innlent

Ný lögreglustöð á Grensásvegi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ný lögreglustöð hefur verið opnuð á Grensásvegi 9 í Reykjavík. Þaðan er sinnt verkefnum austan Snorrabrautar til vestan Elliðaáa. Á lögreglustöðinni eru bæði almennt svið og rannsóknarsvið. Helstu stjórnendur eru Árni Vigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn, Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri og Haraldur Sigurðsson lögreglufulltrúi. Árni er jafnframt stöðvarstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×