Hærri fasteignagjöld af Hörpu en 12 öðrum húsum 27. ágúst 2012 07:45 Samanlögð fasteignagjöld af Egilshöll og Laugardalshöll nema 100 milljónum króna. Fasteignagjöld af Hörpu eru 318 milljónir króna á ári. fréttablaðið/gva Fasteignagjöld af Hörpu eru hærri en af tíu öðrum menningarhúsum og tveimur íþróttahöllum samanlagt. Fulltrúar borgar og Portusar ósammála um hvort borgin hafi gert athugasemdir við upphæð gjaldanna. Harpa greiðir hærri upphæð í fasteignagjöld en tíu menningarhús víða um land og tvö stór íþróttahús, sem gjarnan eru notuð til tónleikahalds. Húsin tólf eru samanlagt mun stærri en Harpa, en fasteignamat þeirra er svipað. Líkt og fram hefur komið gerðu áætlanir ráð fyrir mun lægri fasteignagjöldum af Hörpu en raunin varð. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, sagði við Fréttablaðið fyrir skemmstu að hærri fasteignagjöld skýrðu stóran hluta tapreksturs Hörpu í ár. „Við erum að horfa upp á tap upp á 407 milljónir króna. Það munar 230 milljónum á fasteignagjöldum, hvernig þau eru í reynd og því sem við teljum rétt vera. Eftir standa 177 milljónir og eitthvað hefði komið inn samkvæmt leiðréttingu á samningi við Sinfóníuhljómsveitina.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkru að það væri Reykjavíkurborgar að svara því hvað gert yrði varðandi þá staðreynd að fasteignagjöldin urðu mun hærri en ráð var fyrir gert. „Áætlanir gerðu ráð fyrir að fasteignamat tæki mið af nýtingarvirði en ekki stofnkostnaði eins og niðurstaðan varð. Við höfum líka dæmi þar sem stofnanir hafa fengið styrki til þess að mæta fasteignagjöldum. Það er hins vegar Reykjavíkurborgar að svara því hvort það verður gert varðandi Hörpu, þar sem hún innheimtir fasteignagjöldin.“ Borgin og ríkið eiga Hörpu saman og greiða báðir eigendur nú hærri fasteignagjöld en áætlað var. Ljóst er hins vegar að Reykjavíkurborg fær mun hærri tekjur af Hörpu en lagt var upp með, þar sem fasteignagjöldin renna til borgarinnar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ein af þeim hugmyndum sem nú séu til umræðu hjá ríkinu sé að borgin auki hlutdeild sína í rekstrarkostnaði hússins sem hærri tekjum nemur. Gjöldin eru 150 til 200 milljónum krónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarrs borgarstjóra, sagði við Fréttablaðið fyrir viku að það væri ekki hægt að breyta fasteignagjöldunum. Álagning fasteignagjalda væri ekki geðþóttaákvörðun. „Þar gengur eitt yfir alla. Harpa er mjög stórt hús sem borgar fasteignagjöld í samræmi við það.“ Björn fullyrti að fulltrúar borgarinnar hefðu á öllum stigum málsins gert athugasemdir við það að ólíklegt væri að áætlanir um lægri fasteignagjöld stæðust. Það stangast á við orð stjórnarformanns Portusar, í samtali við Fréttablaðið 18. ágúst. „Borgin hefur ekki gert athugasemdir um áætlanir okkar um lægri fasteignagjöld. Beinir skattar á okkur á þessu ári eru um 584 milljónir króna. Við erum að borga mun meira til þessara tveggja eigenda en sem nemur tapinu,“ en líkt og fyrr segir verður tapið af Hörpu árið 2012 407 milljónir króna. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Fasteignagjöld af Hörpu eru hærri en af tíu öðrum menningarhúsum og tveimur íþróttahöllum samanlagt. Fulltrúar borgar og Portusar ósammála um hvort borgin hafi gert athugasemdir við upphæð gjaldanna. Harpa greiðir hærri upphæð í fasteignagjöld en tíu menningarhús víða um land og tvö stór íþróttahús, sem gjarnan eru notuð til tónleikahalds. Húsin tólf eru samanlagt mun stærri en Harpa, en fasteignamat þeirra er svipað. Líkt og fram hefur komið gerðu áætlanir ráð fyrir mun lægri fasteignagjöldum af Hörpu en raunin varð. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, sagði við Fréttablaðið fyrir skemmstu að hærri fasteignagjöld skýrðu stóran hluta tapreksturs Hörpu í ár. „Við erum að horfa upp á tap upp á 407 milljónir króna. Það munar 230 milljónum á fasteignagjöldum, hvernig þau eru í reynd og því sem við teljum rétt vera. Eftir standa 177 milljónir og eitthvað hefði komið inn samkvæmt leiðréttingu á samningi við Sinfóníuhljómsveitina.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkru að það væri Reykjavíkurborgar að svara því hvað gert yrði varðandi þá staðreynd að fasteignagjöldin urðu mun hærri en ráð var fyrir gert. „Áætlanir gerðu ráð fyrir að fasteignamat tæki mið af nýtingarvirði en ekki stofnkostnaði eins og niðurstaðan varð. Við höfum líka dæmi þar sem stofnanir hafa fengið styrki til þess að mæta fasteignagjöldum. Það er hins vegar Reykjavíkurborgar að svara því hvort það verður gert varðandi Hörpu, þar sem hún innheimtir fasteignagjöldin.“ Borgin og ríkið eiga Hörpu saman og greiða báðir eigendur nú hærri fasteignagjöld en áætlað var. Ljóst er hins vegar að Reykjavíkurborg fær mun hærri tekjur af Hörpu en lagt var upp með, þar sem fasteignagjöldin renna til borgarinnar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ein af þeim hugmyndum sem nú séu til umræðu hjá ríkinu sé að borgin auki hlutdeild sína í rekstrarkostnaði hússins sem hærri tekjum nemur. Gjöldin eru 150 til 200 milljónum krónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarrs borgarstjóra, sagði við Fréttablaðið fyrir viku að það væri ekki hægt að breyta fasteignagjöldunum. Álagning fasteignagjalda væri ekki geðþóttaákvörðun. „Þar gengur eitt yfir alla. Harpa er mjög stórt hús sem borgar fasteignagjöld í samræmi við það.“ Björn fullyrti að fulltrúar borgarinnar hefðu á öllum stigum málsins gert athugasemdir við það að ólíklegt væri að áætlanir um lægri fasteignagjöld stæðust. Það stangast á við orð stjórnarformanns Portusar, í samtali við Fréttablaðið 18. ágúst. „Borgin hefur ekki gert athugasemdir um áætlanir okkar um lægri fasteignagjöld. Beinir skattar á okkur á þessu ári eru um 584 milljónir króna. Við erum að borga mun meira til þessara tveggja eigenda en sem nemur tapinu,“ en líkt og fyrr segir verður tapið af Hörpu árið 2012 407 milljónir króna. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira