Óvirkir nemendur áhyggjuefni 29. febrúar 2012 06:00 Kennarar velta því meðal annars fyrir sér hvort nemendur fái of mikið upp í hendurnar og það geri þá ósjálfbjarga. fréttablaðið/vilhelm Margir kennarar í Háskóla Íslands hafa áhyggjur af áhugaleysi nemenda og segja þá koma ólesna í tíma auk þess sem þeir mæti illa. Kennslumiðstöð Háskóla Íslands er í miklu samstarfi við kennara og deildarstjóri þar segir vandann margbreytilegan og flókinn. „Ég hef heyrt þessa umræðu og áhyggjutón, ekki bara núna heldur nokkuð lengi, um hvað eigi að gera við nemendur. Þeir vilji svolítið fá allt upp í hendurnar, telji nóg að læra glærurnar og verða svolítið móðgaðir ef það er spurt um eitthvað á prófi sem ekki er á glærum. Það eru áhyggjur af óvirkni þeirra almennt,“ segir Guðrún Geirsdóttir dósent í kennslufræði og deildarstjóri hjá Kennslumiðstöð. Hún segir þetta eiga við um nemendur í grunnnámi. „Það er misjafnt hvernig kennarar bregðast við. Sumir eru áhyggjufullir og vilja vita hvort þeir geti einhverju breytt í kennsluháttum eða öðru. Svo eru aðrir sem eru neikvæðari og vilja losna við þá nemendur sem ekki sinna þessu neitt með aðgangstakmörkunum.“ Guðrún hefur unnið rannsóknir sem beinast að kennurum og segir þennan áhyggjutón koma þar upp í sífellu. Fólk spyrji sig hvort mögulega sé verið að gera nemendur óvirka með kennsluháttum og hvort þeir fái of mikið upp í hendurnar sem geri þá svo ósjálfbjarga. Eitt af því sem Guðrún mun ræða á málstofu um þessi mál í Árnagarði í dag er hvernig leita megi skýringa á þessu í rannsóknum, til dæmis rannsóknum Söru J. Mann um firringu háskólanema og þátttöku í háskólum. Eitt þeirra atriða sem hún skoðar er samfélagslegt samhengi háskóla. „Fræðimenn hafa bent á nýfrjálshyggju, þar sem menntun fer að hafa markaðsgildi frekar en að vera þroskandi eða eitthvað slíkt. Að fólk verði að fá gráðu til að fá vinnu og það verði hvatinn frekar en fróðleiksþorsti.“ Þeir sem haldi þessu fram telji háskóla endurspegla markaðsvæðingu. „Þetta tengist því að það er markmið ríkisstjórna að auka fjölda háskólamenntaðra. Nemandi sem klárar framhaldsskólann svífur einhvern veginn inn í háskólann og hefur kannski ekki marga valkosti.“ Margir nemendur viti ekki í hvaða átt þeir stefni og hvað þeir vilji. Sama þróun á sér stað víða í Evrópu og tengist einnig brottfalli nemenda, að sögn Guðrúnar. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Margir kennarar í Háskóla Íslands hafa áhyggjur af áhugaleysi nemenda og segja þá koma ólesna í tíma auk þess sem þeir mæti illa. Kennslumiðstöð Háskóla Íslands er í miklu samstarfi við kennara og deildarstjóri þar segir vandann margbreytilegan og flókinn. „Ég hef heyrt þessa umræðu og áhyggjutón, ekki bara núna heldur nokkuð lengi, um hvað eigi að gera við nemendur. Þeir vilji svolítið fá allt upp í hendurnar, telji nóg að læra glærurnar og verða svolítið móðgaðir ef það er spurt um eitthvað á prófi sem ekki er á glærum. Það eru áhyggjur af óvirkni þeirra almennt,“ segir Guðrún Geirsdóttir dósent í kennslufræði og deildarstjóri hjá Kennslumiðstöð. Hún segir þetta eiga við um nemendur í grunnnámi. „Það er misjafnt hvernig kennarar bregðast við. Sumir eru áhyggjufullir og vilja vita hvort þeir geti einhverju breytt í kennsluháttum eða öðru. Svo eru aðrir sem eru neikvæðari og vilja losna við þá nemendur sem ekki sinna þessu neitt með aðgangstakmörkunum.“ Guðrún hefur unnið rannsóknir sem beinast að kennurum og segir þennan áhyggjutón koma þar upp í sífellu. Fólk spyrji sig hvort mögulega sé verið að gera nemendur óvirka með kennsluháttum og hvort þeir fái of mikið upp í hendurnar sem geri þá svo ósjálfbjarga. Eitt af því sem Guðrún mun ræða á málstofu um þessi mál í Árnagarði í dag er hvernig leita megi skýringa á þessu í rannsóknum, til dæmis rannsóknum Söru J. Mann um firringu háskólanema og þátttöku í háskólum. Eitt þeirra atriða sem hún skoðar er samfélagslegt samhengi háskóla. „Fræðimenn hafa bent á nýfrjálshyggju, þar sem menntun fer að hafa markaðsgildi frekar en að vera þroskandi eða eitthvað slíkt. Að fólk verði að fá gráðu til að fá vinnu og það verði hvatinn frekar en fróðleiksþorsti.“ Þeir sem haldi þessu fram telji háskóla endurspegla markaðsvæðingu. „Þetta tengist því að það er markmið ríkisstjórna að auka fjölda háskólamenntaðra. Nemandi sem klárar framhaldsskólann svífur einhvern veginn inn í háskólann og hefur kannski ekki marga valkosti.“ Margir nemendur viti ekki í hvaða átt þeir stefni og hvað þeir vilji. Sama þróun á sér stað víða í Evrópu og tengist einnig brottfalli nemenda, að sögn Guðrúnar. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira