Óvirkir nemendur áhyggjuefni 29. febrúar 2012 06:00 Kennarar velta því meðal annars fyrir sér hvort nemendur fái of mikið upp í hendurnar og það geri þá ósjálfbjarga. fréttablaðið/vilhelm Margir kennarar í Háskóla Íslands hafa áhyggjur af áhugaleysi nemenda og segja þá koma ólesna í tíma auk þess sem þeir mæti illa. Kennslumiðstöð Háskóla Íslands er í miklu samstarfi við kennara og deildarstjóri þar segir vandann margbreytilegan og flókinn. „Ég hef heyrt þessa umræðu og áhyggjutón, ekki bara núna heldur nokkuð lengi, um hvað eigi að gera við nemendur. Þeir vilji svolítið fá allt upp í hendurnar, telji nóg að læra glærurnar og verða svolítið móðgaðir ef það er spurt um eitthvað á prófi sem ekki er á glærum. Það eru áhyggjur af óvirkni þeirra almennt,“ segir Guðrún Geirsdóttir dósent í kennslufræði og deildarstjóri hjá Kennslumiðstöð. Hún segir þetta eiga við um nemendur í grunnnámi. „Það er misjafnt hvernig kennarar bregðast við. Sumir eru áhyggjufullir og vilja vita hvort þeir geti einhverju breytt í kennsluháttum eða öðru. Svo eru aðrir sem eru neikvæðari og vilja losna við þá nemendur sem ekki sinna þessu neitt með aðgangstakmörkunum.“ Guðrún hefur unnið rannsóknir sem beinast að kennurum og segir þennan áhyggjutón koma þar upp í sífellu. Fólk spyrji sig hvort mögulega sé verið að gera nemendur óvirka með kennsluháttum og hvort þeir fái of mikið upp í hendurnar sem geri þá svo ósjálfbjarga. Eitt af því sem Guðrún mun ræða á málstofu um þessi mál í Árnagarði í dag er hvernig leita megi skýringa á þessu í rannsóknum, til dæmis rannsóknum Söru J. Mann um firringu háskólanema og þátttöku í háskólum. Eitt þeirra atriða sem hún skoðar er samfélagslegt samhengi háskóla. „Fræðimenn hafa bent á nýfrjálshyggju, þar sem menntun fer að hafa markaðsgildi frekar en að vera þroskandi eða eitthvað slíkt. Að fólk verði að fá gráðu til að fá vinnu og það verði hvatinn frekar en fróðleiksþorsti.“ Þeir sem haldi þessu fram telji háskóla endurspegla markaðsvæðingu. „Þetta tengist því að það er markmið ríkisstjórna að auka fjölda háskólamenntaðra. Nemandi sem klárar framhaldsskólann svífur einhvern veginn inn í háskólann og hefur kannski ekki marga valkosti.“ Margir nemendur viti ekki í hvaða átt þeir stefni og hvað þeir vilji. Sama þróun á sér stað víða í Evrópu og tengist einnig brottfalli nemenda, að sögn Guðrúnar. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Margir kennarar í Háskóla Íslands hafa áhyggjur af áhugaleysi nemenda og segja þá koma ólesna í tíma auk þess sem þeir mæti illa. Kennslumiðstöð Háskóla Íslands er í miklu samstarfi við kennara og deildarstjóri þar segir vandann margbreytilegan og flókinn. „Ég hef heyrt þessa umræðu og áhyggjutón, ekki bara núna heldur nokkuð lengi, um hvað eigi að gera við nemendur. Þeir vilji svolítið fá allt upp í hendurnar, telji nóg að læra glærurnar og verða svolítið móðgaðir ef það er spurt um eitthvað á prófi sem ekki er á glærum. Það eru áhyggjur af óvirkni þeirra almennt,“ segir Guðrún Geirsdóttir dósent í kennslufræði og deildarstjóri hjá Kennslumiðstöð. Hún segir þetta eiga við um nemendur í grunnnámi. „Það er misjafnt hvernig kennarar bregðast við. Sumir eru áhyggjufullir og vilja vita hvort þeir geti einhverju breytt í kennsluháttum eða öðru. Svo eru aðrir sem eru neikvæðari og vilja losna við þá nemendur sem ekki sinna þessu neitt með aðgangstakmörkunum.“ Guðrún hefur unnið rannsóknir sem beinast að kennurum og segir þennan áhyggjutón koma þar upp í sífellu. Fólk spyrji sig hvort mögulega sé verið að gera nemendur óvirka með kennsluháttum og hvort þeir fái of mikið upp í hendurnar sem geri þá svo ósjálfbjarga. Eitt af því sem Guðrún mun ræða á málstofu um þessi mál í Árnagarði í dag er hvernig leita megi skýringa á þessu í rannsóknum, til dæmis rannsóknum Söru J. Mann um firringu háskólanema og þátttöku í háskólum. Eitt þeirra atriða sem hún skoðar er samfélagslegt samhengi háskóla. „Fræðimenn hafa bent á nýfrjálshyggju, þar sem menntun fer að hafa markaðsgildi frekar en að vera þroskandi eða eitthvað slíkt. Að fólk verði að fá gráðu til að fá vinnu og það verði hvatinn frekar en fróðleiksþorsti.“ Þeir sem haldi þessu fram telji háskóla endurspegla markaðsvæðingu. „Þetta tengist því að það er markmið ríkisstjórna að auka fjölda háskólamenntaðra. Nemandi sem klárar framhaldsskólann svífur einhvern veginn inn í háskólann og hefur kannski ekki marga valkosti.“ Margir nemendur viti ekki í hvaða átt þeir stefni og hvað þeir vilji. Sama þróun á sér stað víða í Evrópu og tengist einnig brottfalli nemenda, að sögn Guðrúnar. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira