Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um almenna niðurfærslu á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hreyfingunni.
Þar segir að sú leið sem tillagan felur í sér felur í sér leiðréttingu á þeim skuldum sem til eru komnar vegna hækkunar vísitölu neysluverðs frá árslokum 2007 og eru umfram verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands og verða þær fluttar frá heimilunum í sérstakan afskriftasjóð fasteignaveðlána. Þá er einnig lögð til breyting á verðtryggingarákvæðum slíkra lána.
Hér fyrir neðan má lesa um málið í viðhengi hér fyrir neðan.
Vilja almenna niðurfærslu á verðtryggðum lánum
