Sjö menn úr sjóher Bandaríkjanna hafa verið fundnir sekir um að hafa lekið gögnum frá hernum þegar þeir unnu sem ráðgjafar við hönnun tölvuleikjar. Leikurinn sem þeir veittu ráðgjöf við heitir Warfighter. Einn mannanna vann í því teymi sem myrti Osama bin Laden í fyrra. Leikurinn snýst þó ekkert um endalok ævi bin Ladens, heldur er tilgangurinn með því að fá ráðgjöf frá hermönnunum að gera hann sem allra raunverulegastan.
Láku gögnum frá hernum til að hægt væri að búa til tölvuleik
Jón Hákon Halldórsson skrifar
