Innlent

Gæsagengin mæla göturnar

Ekki hafa borist fréttir af því að meira sé um að ekið sé á gæsir á flandri, enda virðast þær vanar bílaumferðinni þó ekki séu allar svo snjallar að nýta sér gangbrautirnar.Fréttablaðið/GVA
Ekki hafa borist fréttir af því að meira sé um að ekið sé á gæsir á flandri, enda virðast þær vanar bílaumferðinni þó ekki séu allar svo snjallar að nýta sér gangbrautirnar.Fréttablaðið/GVA
Ætla má að langvarandi snjóþekja reki gæsir frá grasblettum og á flakk um götur miðborgar Reykjavíkur segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Stórir gæsahópar hafa mælt göturnar í miðborginni undanfarið.

„Líklegast er að þær séu búnar að læra að þær fái mat á ákveðnum stöðum, enda verið langur kafli núna þar sem þær hafa ekki komist í grasið sem er þeirra fæða alla jafna,“ segir Þórólfur. Þá sé spurning hvort þær sæki í hlýjuna frá upphituðum gangstéttum borgarinnar.

Hann segir gæsirnar fóðraðar nokkuð víða á höfuðborgarsvæðinu.

Borgin gefi þeim í Grasagarðinum í Laugardal og í Vatnsmýrinni, en einnig séu borgararnir duglegir við að gefa öndum og gæsum brauð á tjörninni. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×