Innlent

Dópaður klessti á ljósastaur og stakk af

Um klukkan hálf sjö í morgun var tilkynnt um harðan árekstur á mótum Breiðholtsbrautar og Skógarsels þar sem bifreið var ekið á umferðarljós. Ökumaðurinn var sagður hafa hlaupið af vettvangi. Í ljós kom að um var að ræða bifreið sem hafði verið stolið í gær.

Um tveimur klukkutímum síðar, eða klukkan hálf níu, var tilkynnt um mann sem var að reyna að komast inn í bifreiðar í Seljahverfi og kíkja inn um glugga á húsum. Lögreglan fór á staðinn og fann manninn skömmu síðar. Hann reyndist vera sami maður og ók á umferðarljósin fyrr um morguninn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn grunaður um að vera undir áhrifum vímuefna og færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu þar til mál hans verður tekið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×